Saga - 1987, Síða 85
VIÐ RÆTUR KIRKJULEGS REGLUVELDIS Á ISLANDI
83
kirkjubóka, sjá Skrár um skjöl og bækur i Lmdsskjalasaftiinu II. (1905), 171-80. Sem
ástæðu fyrir þessu tilgreinir biskup ýmiss konar „óreglu sem eg á sínum stöðum
hefi fundið í prestanna ministerialbókum..." sem og að „margir prestar hafa bæði
munnlega og skriflega mig umbeðið að ávísa sér hverninn ministerialbækurnar
skyldu innréttast...". (S.174.) Viðvíkjandi sálnaregistrunum lætur biskup nægja
að vísa til þess „forms, sem prestunum hefur sent verið" (s. 178). - Auðsætt er að
Árni Þórarinsson Hólabiskup hefur samið og sent umburðarbréf sitt, dags. 24.
nóv. 1784, ef ekki beinlínis í samráði við Hannes Finnsson þá a.m.k. undir beinum
áhrifum af bréfi hans. (Pó skal tekið fram að merki bréfaskipta um þetta efni finn-
ast ekki, hvorki í skjölum Hólastóls né bréfabókum biskupannabiskupanna.)
Þannig gefur Árni svipaða ástæðu fyrir sendingu bréfsins og starfsbróðir hans í
Skálholti ("...fyrirbyggja regluleysi..."). Hvað varðar sérstaklega formsálnaregist-
ursins, þá eignar hann sér greinilega meiri hlut í gerð þess en efni standa til. Hve
háður hann hefur verið fyrirmynd Hannesar, kemur fram í því að mannanöfnin
sem skráð eru á fyrirmyndinni eru flest hin sömu og getur að líta á skema Hann-
esar, sjá sama rit, 181-190.
Til dæmis um þetta er brot sem hefur varðveist úr sálna-registri yfir ungdóminn
1761 í Holtsprestakalli í Önundarfirði, sjá Prestsþjónustubækur og sóknarmannatöl.
XIII. V-lsafj. 5. Skv. upplýsingum Jóns Jósafatssonar, sem ritaði upp leifarnar af
registrinu 1902, hafði það „verið notað til bands innan í spjöld í Ministerialbók
Staðar í Súgandafirði 1784-1816." Registrið mun hafa fært Jón Eggertsson (fékk
kallið vorið 1761), líklega eftir að Finnur biskup vitjaði staðarins um sumarið. Skv.
skýrslu hans (KI-19 (1762), 1/8) fyrirfannst þá ekkert sálnaregistur yfir prestakallið
°g raunar ekki heldur ministerialbók. Kallinu hafði áður þjónað um þrjátíu ára
skeið (undir lokin ásamt aðstoðarpresti) Sigurður Sigurðsson f. 1684. í þessu
sambandi ber einnig að hafa í huga að Holt í Önundarfirði var um þessar mundir
1 tölu fjölmennustu prestakalla, taldi skv. skýrslu biskups 529 sálir.
18 Pví er t.a.m. ekki að heilsa um kirkjubækur Kirkjubæjarklausturs þar sem Einar
Hálfdánarson, faðir Hálfdáns rektors á Hólum, var prestur í biskupstíð Ólafs
Gíslasonar (til 1753). Að sögn þess síðarnefnda „holder hand [MinisterialBögernej
ngtigere end alle de, jeg end nú har forefundne." (Varðandi tilvísun, sjá t. 1,
Heimildir.) Eftirmaður sr. Einars fékk líka góðan vitnisburð í þessari grein hjá Finni
biskupi.
19 F ' •
fra einu slíku atviki greinir Finnur biskup er hann vísiteraði Berunesskirkju í sept-
emberbyrjun 1755. Sóknarpresturinn hafði lent í slagveðri og kom holdvotur til
kifkji]. „Præsten foregav at have til stæde, hans Ministerial, Kirke- Copieboger og
SiæleRegister. Men det var alt saa fordervet og giennemvaadt, at det ei kunde af
Mig eftersees, hvor for Jeg ogsaa Ingen videre Underretning kand der om give."
föjskjs. KI-12 (1756): Vísitasíuskýrsla F.J. fyrir árið 1755, 2/8, heimildarst. 8.)
Allt frá setningu kirkjulaganna 1686 hafði sænskum prestum verið séð fyrir prent-
uðum eyðublöðum fyrir husförhör. Á hvert slíkt var hægt að færa, á nöfn einstakl-
lr>ga sem bjuggu á annað borð lengi í sókninni, vitnisburð um niðurstöður húsvitj-
únarinnar mörg ár í röð. Með hverju nýju ári þurfti þannig aðeins að bæta við
nöfnum þeirra sem voru nýfluttir inn í sóknina eða höfðu fæðst síðan undanfar-
andi húsvitjun fór fram, sjá Johansson: The History of Literaa/ in Sweden (1977), 18-
25; sami: „Láskunnighet och folkundervisning i Sverige" (1973), 93-94.