Saga - 1987, Side 93
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
91
yík, er birtust í danska blaðinu Fædrelandet í byrjun september 1856. í
bréfunum frá Reykjavík var sterklega varað við áformum Frakka og
því haldið fram, að fengju Frakkar aðstöðu til fiskverkunar á íslandi
hlyti það að hafa mjög skaðleg áhrif á íslenskan sjávarútveg, ekki
hvað síst með tilliti til Spánarmarkaðarins, sem þá var mikilvægasti
útflutningsmarkaður fyrir íslenskan fisk. Jafnframt var því haldið
fram í öðru þessara bréfa frá Reykjavík, að miðað við reynslu frá öðr-
um heimshlutum mætti ætla, að franska keisarastjórnin hygðist nýta
þá fótfestu í Dýrafirði, sem um var beðið, til að ná smám saman full-
um yfirráðum á íslandi. Hér verður nú gerð nokkur grein fyrir síðari
framvindu þessa mikla hitamáls og deilunum, sem um það spunnust.
„Fædrelandet" vildi opna allt upp á gátt fyrir
erlendu fjármagni á íslandi
í síðari hluta september 1856 kom Napóleon prins til Kaupmanna-
hafnar á heimleið úr ferð sinni til íslands og norðurhafa. Um það leyti
var sitthvað ritað í blöð um Dýrafjarðarmálið, bæði í Danmörku og
víðar. Sumt er misvísandi í þeim skrifum, en flest bendir þó til, að
hanska stjórnin hafi haft hug á að knýja fram samþykki danskra
stjórnvalda í tengslun við komu Napóleons til Kaupmannahafnar.
Til marks um þá athygli, er skrifin frá Islandi í danska blaðinu
Fædrelandet um innlimunaráform Frakka vöktu, má nefna, að þegar
þann 13. september var meginefni bréfanna frá Reykjav ík endursagt
1 þýska blaðinu Allgemeine Zeitung, sem gefið var út í Augsburg í Suð-
ur-Þýskalandi.1 Fáum dögum síðar, þann 17. september, hefurKaup-
mannahafnarblaðið Flyveposten eftir franska blaðinu l'Indépendance, að
danska ríkisstjórnin hafi þá þegar boðið franska sendiherranum í
Kaupmannahöfn tíu ára leyfi Frökkum til handa til fiskverkunar á ís-
landi og þetta boð verið þegið. Flyveposten ber sömu heimild fyrir því,
að enginn fótur sé fyrir háværum fréttaburði um að Frakkar ásælist
Island, enda hafi þeir aðeins beðið um aðstöðu í landi fyrir fiskimenn
sína.2
Næsta dag, 18. september, birti Fædrelandet forsíðugrein um Dýra-
1 AUgemeine Zeitung, Augsburg, 13.9. 1856, bls. 4118.
2 Flyveposten, Khöfn, 17.9.1856.