Saga - 1987, Side 94
92
KJARTAN ÓLAFSSON
fjarðarmálið. Þar er mjög eindregið hvatt til þess, að beiðni Frakka
um fiskverkunarstöð í Dýrafirði verði samþykkt, en þó með því skil-
yrði, að öll starfsemi þeirra lúti gildandi landslögum. I ritstjórnargrein
þessari segir m.a.:
Lad derfor Franskmændene, Prinds Napoleon eller Andre, i
Guds Navn kjobe eller paa anden Maade erhverve Grund paa
Island overensstemmende med de paa dette Land gjældende
Love, og lad dem opfore hvilke commercielle eller andre ikke-
militaire Etablissementer der, som de onske; lad dem fiske og
handle der, saa meget de lyste; men, vel at mærke, være
danske Love og dansk Hoihed undergivne.1
Boðskapurinn í Fædrelandet er sá, að rétt sé að opna upp á gátt fyrir
hvers kyns atvinnustarfsemi erlendra manna á íslandi, bæði í Dýra-
firði og annars staðar. íslendingar muni njóta góðs af samkeppninni,
ef „frönsk eða ensk, hollensk eða spönsk" einkafyrirtæki komist á fót
í landinu.
/ dönskum, frönskum og þýskum blöðum var staðhæft
að Frakkar fengju Dýrafjörð
Napóleon kom til Kaupmannahafnar 23. september 1856 og dvaldist
fimm daga í Danmörku.2 Sem vænta mátti segja dönsk blöð ítarlega
frá heimsókninni meðan á henni stóð. Þær frásagnir verða þó ekki
raktar hér, enda kemur þar fátt fram um efnisatriði í viðræðum æðstu
manna. Um Dýrafjarðarmálið birtust hins vegar ýmsar blaðafréttir,
innan og utan Danmerkur, strax og Napóleon var kominn úr augsýn
Dana.
Þann 29. september kom Napóleon til Hamborgar, og þann dag
birtist frétt frá Kaupmannahöfn í Allgemeine Zeitung í Augsburg.
Fréttin er dagsett 24. september og segir þar, að samningur um
franska fiskverkunarstöð á íslandi hafi verið undirritaður fyrir þrem-
ur dögum. Sú skoðun er jafnframt látin í ljós, að með tilliti til þessa
samkomulags megi vænta mjög vinsamlegra samskipta danskra og
franskra stjórnvalda.3
1 Flyveposten, Khöfn, 24.9.1856 og 29.9. 1856.
2 AUgemeine Zeitung, Augsburg, 29.9. 1856.
3 Flyveposten, Khöfn, 1.10. 1856.