Saga - 1987, Page 95
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
93
í danska blaðinu Flyveposten segir 1. október, að frönskblöð hafi nú
birt símskeyti frá Kaupmannahöfn þess efnis, að samningar hafi verið
gerðir milli ríkisstjórna Frakklands og Danmerkur um að Frakkar fái
aðstöðu á íslandi til að auðvelda þeim þorskveiðar við strendur
landsins.1 1 Dagbladet, sem gefið var út í Kaupmannahöfn, birtist
einnig samhljóða frétt þann 1. október og þar talað um afsal land-
svæðis á íslandi.2 í Dagbladet er hnýtt við fréttina þeirri ósk, að danska
ríkisstjórnin kveði þennan orðróm niður, sé hann tilhæfulaus, en geri
ella grein fyrir þeim skilmálum, er samningarnir byggist á.
í dönskum blöðum var yfirleitt ekki annað að sjá fyrstu dagana í
október 1856 en allt væri frágengið varðandi Dýrafjörð og Frakkar
hefðu fengið loforð fyrir því, sem þeir seildust eftir. Þessu til staðfest-
lngar birtist 7. október sú frétt frá París í Flyveposten (tekin úr franska
blaðinu l'lndépendance), að freigátan Artemise ætti að fara til íslands „i
Anledning af det nye franske Fiske-Etablissement, hvis Oprettelse
Danmark har tilladt der".3 Hér er enn staðhæft, að danska stjórnin
hafi þá þegar veitt Frökkum leyfi til fiskverkunar á íslandi.
Ur þessu fór fréttum af Dýrafjarðarmálinu að fækka í dönskum
blöðum. { þýska blaðinu Allgemeine Zeitung birtist aftur á móti sú frétt
þann 9. október, að Dagbladet í Kaupmannahöfn telji sig nú geta
fullyrt, að fréttin um afsal landspildu á Islandi í hendur Frökkum hafi
ekki verið á rökum reist.4 Engin frétt eða frásögn hefur þó fundist í
Dagbladet þessu til staðfestingar þrátt fyrir nokkra leit.
En hvað svo sem öllum blaðafréttum líður, þá var enginn samning-
ur gerður við Frakka haustið 1856 um aðstöðu til fiskverkunar í Dýra-
firði. Blaðafréttirnar frá Frakklandi, Danmörku og Þýskalandi, þar
sem hvað eftir annað var fullyrt, að búið væri að semja um Dýrafjörð,
benda hins vegar eindregið til þess, að í tengslum við komu Napó-
leons prins til Kaupmannahafnar hafi fast verið sótt að knýja fram
skuldbindandi loforð frá dönsku stjórninni. Vel má líka vera, að
samningaumleitanir hafi strandað á síðustu stundu, þó að engin
skjalleg gögn hafi fundist því til sönnunar, né heldur gögn er færi
sonnur á hugsanlega viðleitni bresku ríkisstjórnarinnar til að hindra,
1 Dyveposten, Khöfn, 1.10. 1856.
2 Dagbladet, Khöfn, 1.10. 1856.
3 Dyveposten, Khöfn, 7.10. 1856.
4 Allgemeine Zeitung, Augsburg, 9.10. 1856.