Saga - 1987, Síða 99
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
97
1- Að hans hátign breyti í engu gildandi lagaákvæðum, er nú meini
Frökkum að stofna á íslandi slíkt fyrirtæki, sem hér um ræði.
2- Að konungur setji til bráðabirgða bann við því, að nokkur íslend-
ingur, eða aðrir þegnar Danakonungs, láti nokkra landspildu á ís-
landi af hendi við Frakkastjórn, fulltrúa hennar eða umboðsmenn.
3- Að konungur láti ekki sitt erfðaland (ísland) af hendi við frönsku
keisarastjórnina, hvað sem í boði sé, án þess áður að hafa aflað til
þess löglegs samþykkis íslendinga, - og að þessa verði gætt,
hversu pólitískt girnilegir sem þeir valkostir kynnu að virðast, er
fram væru boðnir á móti.
Tillaga Repps ber með sér, að hún hefur verið hugsuð sem áskorun
til íslendinga um að rísa upp sem einn maður gegn tilraunum Frakka
til að ná fótfestu í Dýrafirði. Einnig er ljóst, að Repp hefur talið veru-
lega hættu á því, að Danir kynnu að láta ísland af hendi við Frakka í
skiptum fyrir þær pólitísku tryggingar, sem Danir þurftu á að halda á
taflborði evrópskra stjórnmála.
í frásögninni í Flyveposten af fundi íslendinga á Borchs Collegium
kemur fram, að þar hafi orðið fjörugar umræður. Blaðið segir Jón Sig-
urðsson og Grím Thomsen hafa mælt gegn tillögu Repps. Arnljótur
Ólafsson hafi aftur á móti stutt tillöguna, nema hvað hann hafi viljað
fella niður liðinn um bann við sölu á landi, þar eð slík krafa stríddi á
m°ti þeim meginreglum, sem nýfengið verslunarfrelsi byggðist á.
Fram kemur, að fundurinn hafi staðið lengi, en umræðum loks verið
frestað að tillögu Repps.
Um Islendingafundinn á Borchs Collegium eru til fleiri heimildir en
frásögnin í Flyveposten. Steingrímur Thorsteinsson var á fundinum,
Ungur háskólastúdent og þá þegar dyggur stuðningsmaður Jóns for-
seta í flestum málum og „hirðskáld" hans. Steingrímur skrifar Áma
bróður sínum 30. september 1856 og minnist þar á komu Napóleons
til Kaupmannahafnar og íslendingafundinn þann 16. sama mánaðar.
Um Napóleon segir Steingrímur, að eiginlega hafi sér ekki litist á
hann, - „hann er raunar feitur og líkur gamla Napóleon í því en svip-
laus og hefur það sem dónar heima kalla koppagljáa". Um fundinn
hafði Steingrímur þetta að segja:
Skömmu áður en Napóleon kom hingað kvaddi Repp til fund-
ar þá íslendinga, sem hér voru, og þegar þar var komið bar
hann upp frumvarp um að biðja konung, hvorki að láta allt
ísland af hendi við frakknesku stjórnina né nokkurn part af
7