Saga - 1987, Síða 100
98
KJARTAN ÓLAFSSON
því. Þetta þótti flestum skoplegt og höfðu á móti því (Grímur,
Jón Sigr.) svo Repp varð fomermaður en daginn eftir kom Re-
ferat af fundinum í Lygapóstinum og tilfært hverjir hefðu
mælt með og móti.1
Við mat á orðum Steingríms er vert að hafa í huga, að hann vann
fyrir Jón Sigurðsson að útgáfu Nýrra félagsrita þetta sama ár. í bréfi til
Árna bróður síns, rituðu í aprílmánuði 1856, segist Steingrímur fást
við þýðingar í Ný félagsrit og getur þess m.a., að þar verði „útlegging
af bréfum frá verslunarmanni í Björgvin...". 2 Máske hefur Stein-
grímur fengist við að þýða bréf norska kaupmannsins, sem birtist í
Nýjum félagsritum árið 1856, þar sem mjög eindregið var með því
mælt, að fallist yrði á beiðni Frakka um Dýrafjörð. (Sjá ritgerð mína í
Sögu 1986, bls. 167-173 K.Ó.)
Repp taldi Frakka stefna að herskipalægi
og síðar fullum yfirráðum á íslandi
Frá Þorleifi Repp liggur fyrir í handriti upphaf á ræðu, sem tvímæla-
laust má fullyrða, að sé framsöguræða hans á þessum sama fundi um
Dýrafjarðarmálið. Með ræðupartinum, sem varðveittur er á Þjóð-
skjalasafni í Reykjavík, fylgir dálítið krot frá Repp, sem e.t.v. hafa
verið punktar vegna síðari hluta ræðunnar, ellegar minnisatriði hrip-
uð niður undir umræðum á fundinum.3 í því ræðuhandriti Repps,
sem varðveist hefur, er aðeins rakinn aðdragandinn að beiðni Frakka
um Dýrafjörð, allt frá árinu 1830, er Frakkar tóku að auka fiskveiðar
sínar við ísland. Sem sýnishorn af orðum Repps skulu birtir hér stutt-
ir kaflar úr handritinu og er stafsetningu hans fylgt:
Eg hefi quadt yðr til fundar til at ræða um nýtt mál með undar-
legu nafni. Þat er kallat af sumum mönnum hin Gallo-íslenzka
question. Málit er þó nýtt einungis í upptekt því þat er gamalt
í tildrögum. Þat hefir verit at skapast og dafna og þróast nú í
tuttigu og sex ár. í upphafi var þat lítilfjörlegt fiskimál en fór
bráðum at vaxa einsog ormrinn á gullinu í Lagarfljóti.
1 Lbs. 2168 4to. Bréf Steingríms Thorsteinssonar 30.9.1856 til Áma Thorsteinssonar.
2 Hannes Pétursson: Steingrímur Thorsteinsson, Rvík 1964, bls. 109.
3 Þjskjs. E 10. Brot úr ræðu, handrit með rithönd Þorleifs Repp, liggur með bréfum
Ólafs Gunnlaugssonar.