Saga - 1987, Page 101
DÝRAFJ ARÐ ARMÁLIÐ
99
Síðar í ræðu sinni sagði Repp:
En bráðum jókst fiskiskipa fjöldinn, og þá kallaði Loðvík
Filippus þat nauðsynlegt at senda með fiskimonnum herskip
þeim til vemdar, enn vart gátu þó aðrir menn séð móti hverj-
um háska vernda skyldi; enn svá fór hér sem optar, at þeir,
sem vilja seilast til valda, þykkjast æ vera í háska staddir og
þarfnast verndar. En herskipin Frönsku voru þó ecki iðjulaus.
Þau fóru í kringum landit og kynntu sér höfða og fyrði og
sjáarmerki, mældu djúp og vegalengdir og gjörðu sér
hydrographisk kort.
í ræðunni fjallar Þorleifur Repp m.a. um ferðir Pauls Gaimard og
leiðangursmanna hans til íslands á ámnum 1835 og 1836 og lætur í
Ijós þá skoðun, að allt hafi þetta tengst langtímaáformum Frakka um
að ná fótfestu á íslandi. Repp segir:
Páll Gaimard var fyrirliði sendimanna, ástsæll maðr og blíðr í
viðmóti og vel að sér gjörr um marga luti... Miklu vom Frackar
nær sínu aðalaugnamiði enn áðr eptir þessa ferð. Þeir þóttust
hafa fundit land, sem mannkyni hefði verit hingat til allókunn-
igt - land, sem hefði eðli og efni og hæfileik til margs, en væri
í öllum lutum vanrækt; og hvat viðveik algjörðri og fullorðinni
civilization þá vyrtist þat at vera res nullius. Lanzlíðrinn var þó
greindr, eftirtektasamr og viðtalsgóðr og betr mentaðr en hver
annar lanzalmúgi, sem Frackar þecktu.
Minnisatriðin, sem Repp hefur krotað hjá sér, og fylgja ræðu-
brotinu frá íslendingafundinum 16. september 1856, varpa enn
skýrara ljósi á viðhorf hans til beiðni Frakka um Dýrafjörð. Þar stend-
Ur m.a.:
- Korsíkanska nafnit stóra á at útvega Frankaríki herskipaleg-
una, sem á at gefa því yfirefli á sjó.
- Hafnarferðin [þ.e. heimsókn Napóleons til Kaupmanna-
hafnar; innskot K.Ó.] skal gjore Sagen klappet og klar.
- Þar með fylgja frönsk lög og Centralization og hluttekning í
eylífum Stjórnarbiltingum Fracka.
- Þriar Phases Gallo-íslenska málit em 1) Fiskiver, 2) Her-
skipalega, 3) Eign. Allar hafa verit fram hafðar af Napóleon
á íslandi í sumar.
- Aldrei hefr síðan ísland bygðist nein þjóð átt svo mikit alls
kosti við ísland sem Frackar eiga nú.