Saga - 1987, Síða 102
100
KJARTAN ÓLAFSSON
Hugmyndir Repps eru greinilega þær, að Frakkar hyggist ná full-
um yfirráðum á íslandi í áföngum - fyrst aðstöðu til fiskverkunar, síð-
an að tryggja sér herskipalægi og loks að eignast þetta eyland í
norðurhöfum. Svipað mat hefur einnig legið að baki bréfanna frá
Reykjavík, sem birtust í danska blaðinu Fædrelandet 2. og 4. septem-
ber 1856, og áður hefur verið frá sagt.1
Þorleifur Repp snýr sér til Breta,
segir Jón Sigurðsson „mjög fransksinnaðan"
Árið 1856 hafði eldri dóttir Þorleifs Repp, Rosa Anne Elisabeth Saga,
verið búsett í Englandi í nokkur ár og nú 28 ára gömul. Þann 20. sept-
ember, fjórum dögum eftir íslendingafundinn um Dýrafjarðarmál,
skrifar Repp þessari dóttur sinni bréf. Bréfið er á ensku og varðveitt
hjá dóttursonarsyni Repps, sem búsettur er í Kent á Englandi.2 í bréf-
inu rekur Repp gang Dýrafjarðarmálsins og segir nokkuð frá íslend-
ingafundinum. Kenningar hans og röksemdir eru með svipuðum
hætti og í ræðunni, sem hér var áður vitnað til. Repp fræðir dóttur
sína um, hvemig Frakkar hafi í aldarfjórðung undirbúið tilmæli sín
um fótfestu á íslandi. í bréfinu rekur hann síðan hugmyndir sínar um
hina þrjá fyrirhuguðu áfanga í viðleitni Frakka til að ná tökum á ís-
landi, þ.e. fiskverkunarstöð, herskipalægi og að lokum full og endan-
leg yfirráð. Síðar í sama bréfi segir Repp, sé orðum hans snúið á
íslensku:
Á íslandi þekkja menn vel til ráðagerða Frakka um öll þessi
þrjú stig og þar hafa Frakkar rætt þau við landsmenn sumar
eftir sumar. Hvorki Napóleon prins né Demas kapteinn á l'Ar-
temise drógu heldur neina dul á, að markmiðið væri fyrst og
fremst að koma upp flotastöð fyrir franska herinn. Um þetta
ræddu þeir við marga, bæði í Dýrafirði og í Reykjavík. Dýra-
fjörður er líka ein sú frábærasta höfn, sem unnt er að finna í
víðri veröld.
1 Kjartan Ólafsson: Saga 24. árg. 1986, bls. 196-201.
2 Ljósrit í vörslu greinarhöfundar af bréfi Þorleifs Repp 20.9. 1856 til dóttur hans,
Rosa Anne. - Frumrit bréfsins varðveitt hjá Henry L.S. Orde, Bressenden, Bidd-
enden near Ashford, Kent TN 27 8DU, Englandi.