Saga - 1987, Page 103
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ 101
Repp lýsir hafnarskilyrðunum í Dýrafirði og víðar á Vestfjörðum
nánar en segir síðan:
I have taken some pains to inform the English Govemment on
this subject and I think I may now say that it has been brought
fairly before them.
- Það er: Ég hef lagt nokkuð á mig til þess að koma upplýsingum á
framfæri við bresku ríkisstjórnina og tel mig geta fullyrt, að hún hafi
nú í höndum fulla vitneskju um alla þætti málsins.
Þann 29. september, daginn eftir að Napóleon sigldi frá Kaup-
naannahöfn, bætir Repp aftan við bréfið til dóttur sinnar og segir þá
nr.a. í lauslegri þýðingu:
Vafalaust er ísland í hættu og það em líka aðrir og stærri hags-
munir, sem á spýtunni hanga. Ég ber reyndar kinnroða fyrir
að segja frá því, en satt er það samt, dóttir góð, að nú sem
stendur á ísland í rauninni engan mann nema mig, sem það
geti treyst til að greina rétt raunverulegar aðstæður. En eins og
heilsu minni er háttað, þá er það svo lítið, sem ég get gert.
Napóleon sparaði ekki í sumar að dreifa meðal íslendinga gull-
úrum, hringum og hvers kyns gjöfum og bauð stórfé fyrir land
í Dýrafirði. Jón Sigurðsson á jörð þar í sýslunni og er hann nú
mjög fransksinnaður. Frá íslandi fæ ég hins vegar þær fréttir,
að þar séu menn alls ekki hrifnir af Frökkum og borið hafi á
góma að leita til bresku ríkisstjórnarinnar um vernd gegn
hugsanlegu hernámi Frakka. Slíkt teldi ég þó ákaflega óhyggi-
legt og sem stendur engan veginn tímabært.
Éepp skýrir dóttur sinni einnig frá íslendingafundinum 16. sept-
ember. Hann segir, að fyrsta og þriðja lið tillögu sinnar (sjá hér bls.
9?) hefði hann getað fengið þar samþykktan, en ekki annan liðinn,
um bann við sölu lands í hendur Frakka eða umboðsmanna þeirra. í
þeim efnum hafi andstaða Jóns Sigurðssonar líka verið hörðust. Þar
Sem ekki hafi verið unnt að fá tillöguna samþykkta í heild, og einnig
með tilliti til fámennis Islendinga í Kaupmannahöfn, kveðst Repp
ekki hafa kært sig um að láta ganga til atkvæða á fundinum. Hann tal-
ar líka um að boða ef til vill til annars íslendingafundar, en það fari þó
eftir framvindu mála. Reyndar segist Repp hafa heyrt, að danska
ríkisstjórnin ætli sér að semja við Frakka til tíu ára um afnot þeirra af
É>ýrafirði, sem sé þó aðeins fyrsta skrefið. Takist ekki að koma í veg
/Itntsbðkasafníð
á Jlkureyri