Saga - 1987, Page 105
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
103
fyrir það megi gera ráð fyrir, að fyrr eða síðar muni Frakkar knýja
Dani til að láta fsland af hendi við sig.
Um allt þetta ræðir Repp við dóttur sína í mun lengra máli en hér
hefur verið rakið. Með bréfinu lætur hann fylgja úrklippu úr Flyve-
posten, þar sem birtar voru tillögur hans á íslendingafundinum. Hvet-
ur hann dóttur sína til að fá þær birtar í enskum blöðum. Repp imprar
hka á því, að fyrir Englendingum sé rétt að skýra málin svo, að and-
staða fslendinga gegn ásælni Frakka feli ekki í sér almenna andstöðu
gegn hvers konar atvinnurekstri erlendra þegna á íslandi.
Svo sem sjá má kemur margt athyglisvert fram í þessu bréfi Repps
hl dóttur sinnar og þá ekki síst frásögn hans af eigin tilraunum til að
fá Breta til að skerast í leikinn. Ekki er ástæða til að rengja þá frásögn
Repps. Mjög er líklegt, að hann hafi snúið sér til sendiherra Breta í
Kaupmannahöfn eða til áhrifamanna í Bretlandi með ákall sitt um að
verja ísland fyrir Frökkum. Enn sem komið er hafa þó engin skýrari
gögn fundist um þetta.
Andstaða Breta við áform Frakka á íslandi mátti kallast sjálfgefin,
en vel má hugsa sér, að ábendingar og hvatningarorð Repps hafi ýtt
undir breska ráðamenn að láta Dýrafjarðarmálið til sín taka í sept-
ember 1856 með beinum eða óbeinum aðvörunum til dönsku stjórn-
annnar. Allar blaðafréttirnar, sem sagt var frá hér litlu framar, um
ttágang samninga varðandi Dýrafjörð, dagana sem Napóleon dvald-
lst í Kaupmannahöfn, benda satt að segja til þess, að sterk hönd hafi
gnpið í taumana á síðustu stundu og stöðvað málið. Sú hönd gat
Varla sótt afl nema til Lundúna. Slíkri kenningu til styrktar vantar þó
fullgild sönnunargögn. Sterk tengsl Þorleifs Repp við Breta þarf hins
vegar ekki að draga í efa. Um þau liggja fyrir ótal vitnisburðir. Sem
dæmi má nefna, að strax á ungum aldri dvaldist Repp í London á
annað ár og bjó þá löngum hjá David Ker lávarði, þá þingmanni í neðri
'uálstofu breska þingsins, sem var mágur Viscount Castlereagh, þáver-
andi utanríkisráðherra Breta.1
Hér verður enginn dómur á það lagður, hvort Frakkar hafi í raun
stefnt að fullum yfirráðum á íslandi, svo sem Repp og ýmsir fleiri
töldu tvímælalaust. Fyrirliggjandi heimildir skera ekki úr um slíkt
hbs. 342, c f0j Biéf Birgis Thorlacius 20. 4. 1822 til Bjarna Thorsteinssonar amt-
uianns og Kgl. Bibl. Khöfn: Ny kgl. saml. 1456 fol. Bréf Þorleifs Repp 20.7.1821 til
Kömmu Rahbek.