Saga - 1987, Page 108
106
KJARTAN ÓLAFSSON
mennirnir sjálfir séu svona, þá muni það ekki vera einungis
fisksins vegna. En það mun allt sjást þegar fram líða stundir.1
Ummæli Ólafs í þá veru, að það sé í raun franska stjórnin en ekki
útgerðarmennimir í Dunkerque, sem sækist eftir fótfestu á íslandi,
eru íhugunarverð og votta, að Ólafi hefur sýnst Dýrafjarðarmálið
snúast um fleira en fisk.
í bréfi því, sem Ólafur Gunnlaugsson skrifaði Jóni Sigurðssyni 9.
desember 1856, segir hann líta út fyrir, að enn hafi ekkert verið út-
kljáð varðandi Dýrafjörð. Hann segist þá hafa talað við „íslenska
Napóleon" og ýmsa er með honum voru.2 í bréfinu tekur Ólafur síð-
an að ræða hugsanlegt samband íslendinga við Frakka:
Fyrsta Resultat mitt skal ég segja yður: Ég held að við getum
haft gagn af sambandi við Frakka í mörgu tilliti, en þó svo að
guð verndi okkur frá að eiga neitt við þá í pólitísku tilliti; allt
eðli þeirra er svo frábrugðið í þeim efnum og þvílíkur hringl-
andi í hausnum á þeim nærri því öllum, að það yrði okkur til
mestu bölvunar... Pað er ómögulegt að þeir og við getum átt
skoðanir saman nema svo að báðir spillist, eins og má sjá þeg-
ar Englendingar og Frakkar taka eitthvað upp hver eftir
öðrum. Ég held að við séum þeim eins ólíkir og Bretar.
Ólafur Gunnlaugsson hafði rætt við Napóleon í París og var kom-
inn að þessari niðurstöðu, en hann vissi, að hugmyndin um pólitískt
samband við Frakka var dagskrárefni, sem taka þurfti afstöðu til.
Nektarmyndir af íslenskum konum
sagðar á sýningu í Palais Royal
Áður en horfið verður frá Islendingum erlendis heim til íslands skal
hér enn sagt frá ummælum Porleifs Repp í janúar 1857 um tilraunir
Frakka til að ná taki á íslandi. Ummælin er að finna í bréfi Repps til
Danans Christians Molbech, er bæði fékkst við málvísindi og sagn-
fræði. Bréfið snýst reyndar aðallega um íslenskar rímur, en Repp
kynnir Molbech þar líka kvæðið um Ólaf, sem reið með björgum
fram. Bréfið er á dönsku, en sé kaflanum um Fransmennina snúið á
íslensku segir þar:
1 Þjskjs. E 10. Bréf Ólafs Gunnlaugssen 15.11. 1856 til Jóns Sigurðssonar.
2 Þjskjs. E 10. Bréf sama 9.12. 1856 til sama.