Saga - 1987, Page 109
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
107
Frakkar halda sem fyrr uppi stórsókn á hendur íslandi, og er
hernaðaráætlun þeirra bæði þrauthugsuð og alhliða. Napó-
leon prins er að gefa út skrautrit um ísland og í þremur her-
bergjum í Palais Royal hefur hann sett upp sýningu á dýrgrip-
um þeim, sem hann hafði með sér frá íslandi. Sýning þessi ber
nafnið Musée Islandique og þangað er þeim boðið, sem eru í
náðinni. Á meðal gripa á sýningu þessari gefur að líta myndir
af nöktum konum. Myndir þessar eru í fullri líkamsstærð og
eiga að sýna konur þær, sem heiðraðar voru með keisaralegu
samræði.
Verið er að undirbúa kaþólskan trúboðsleiðangur til íslands
með vorinu, því nú á að snúa íslendingum til kaþólskrar
heimsveldistrúar og kaupa gamla Skálholt svo þar verði á ný
rómversk-kaþólskur biskupsstóll. í tengslum við trúboðsferð-
ina er einnig ætlunin að gera út vísindaleiðangur, svo að tilefni
gefist til að senda dálítinn flota af herskipum og gufuskipum
til íslands. Tveir íslenskir stúdentar, eða máske þrír, hafa þeg-
ar turnast og tekið kaþólska trú, og einn þeirra sinnir nú trú-
boðsstörfum í Pýskalandi. Við aumir íslendingar erum þannig
rétt laglega „opskjortede"* eins og Grundtvig myndi orða það.
I sölunum í París ræða menn um ísland svo sem landið hefði
nú þegar verið afhent Frökkum til eignar. Hvað sem öllu þessu
líður er ég nú samt ekki svo mjög uggandi um horfurnar, sé til
lengri tíma litið. Ærinn skaði kynni þó að hljótast af þessu
franska fargani áður en gripið verður í taumana með áhrifarík-
um hætti [„inden dette Franske Væsen bliver effectivt
standset"]. Reyndar sýnist flest benda til, að í þeim efnum ætli
danska ríkisstjórnin sér ekkert að aðhafast.1
Þó að Repp tali hér nokkuð undir rós, verða síðustu orð hans vart
skilin öðruvísi en svo, að hann þrátt fyrir allt treysti því að sókn
Frakka verði stöðvuð. Ekki er það samt danska stjórnin, sem hann
setur traust sitt á, heldur vafalaust sú breska. Repp treystir því, að
sfjórn breska heimsveldisins muni „með áhrifaríkum hætti" setja
Frökkum stólinn fyrir dyrnar og koma í veg fyrir, að þeir nái fullum
Það er: laglega staddir eða hitt þó heldur.
1 Kgl. Bibl. Khöfn: Ny kgl. saml. 2336 4to. Bréf Þorleifs Repp 24.1.1857 til Christians
Molbech.