Saga - 1987, Side 111
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
109
1856. Frá þessari grein hefur þegar verið sagt hér nokkru fyrr (sjá bls.
91-92). í umræddri blaðagrein var mjög eindregið hvatt til þess, að
fallist yrði á beiðni Frakka og ekki eingöngu það, heldur líka, að sér-
hvert byggðarlag á íslandi yrði galopnað fyrir öllum mögulegum er-
lendum einkafyrirtækjum. í þessu sambandi er ekki síst athyglisvert,
að Jón Guðmundsson telur efni greinarinnar ekki mæla gegn því, að
Jón Sigurðsson hafi skrifað hana, heldur eingöngu hitt, hversu illa
hún sé skrifuð!
í sama bréfi Jóns Guðmundssonar kemur skýrt fram, að Jón Sig-
urðsson hefur farið þess á leit við nafna sinn, að hann hætti andróðri
gegn tilmælum Frakka í Pjóðólfi og birti þar aðeins hlutlausar frétta-
frásagnir um Dýrafjarðarmálið. Þessu hafnar Jón Guðmundsson og
segir um Frakka:
Þeir vilja dvelja hér hjá oss 2-3 mánuði og flytja arð vorn út og
eyða honum þar, ekki einungis fyrir utan Island heldur og fyr-
ir utan Danmörku... Consequentserne [afleiðingarnar K.Ó.] af
að leyfa Frökkum fiskiverkunina, eins og Demas fer fram á
hana, verður, - að hvorki verður þá þeim afsagt að hafa og
koma upp slíkum verkunarstofnunum víðar... og ekki yrði þá
heldur öðrum þjóðum synjað um það... Það er sitthvað con-
currance [samkeppni K.Ó.] í verslun og concurrance um
atvinnuveginn sjálfan, um það að sölsa til sín, eða undir sig,
frá landsins börnum „det raae Produkt" [hráefnið K.Ó.], stofn
atvinnunnar, til þess að gjöra hann að arðsamri og ábatasamri
verslunarvöru, ekki sjálfum börnum landsins í hag heldur
annarri þjóð, sem vér eigum ekkert skylt við né við að virða.
I bréfi þessu frá 4. nóvember 1856 áréttar Jón Guðmundsson þá
skoðun sína, að ekkert sé við það að athuga, að erlendir menn setjist
að á íslandi fyrir fullt og fast og hefji hér atvinnustarfsemi sem inn-
lendir borgarar. Til slíks þurfi heldur enga sérstaka heimild. Allt öðru
máli gegni, þegar erlendir borgarar vilji koma hér upp atvinnurekstri
an þess að taka sér hér bólfestu, svo sem Frakkar hafi farið fram á.
Óndir lok hins langa bréfs frá 4. nóvember segir Jón Guðmundsson
v*ð nafna sinn Sigurðsson:
I öllum málunum, sem þú nefnir, hefur þú fullt og fast fylgi
mitt, nema franska spursmálinu. Þó mun ég taka góðum
ástæðum, öðrum en þeim að hafa það sem meðal til að hafa út
úr Dönum pólitíska spursmálið okkar. Út af fyrir sig er það