Saga - 1987, Page 112
110
KJARTAN ÓLAFSSON
engin ástæða til að leggja í sölurnar besta atvinnuveg okkar og
með engu móti geng ég inn á það eins og það nú liggur fyrir í
fyrirspurn Demas.
Á þessum síðustu orðum má sjá, að Jón Sigurðsson hefur reynt að
sannfæra ritstjóra Þjóðólfs um það, að með jákvæðri afstöðu til mála-
leitunar Frakka mætti þrýsta á dönsk stjórnvöld um eftirgjöf í stjórn-
skipunarmálum íslendinga. Fróðlegt hefði verið að sjá röksemdir
Jóns Sigurðssonar í þessum efnum, en á þær vildi Jón Guðmundsson
ekki fallast, svo sem bréf hans vottar, er hér var vitnað til.
Af orðum bréfsins er hins vegar ljóst, að Jóni Guðmundssyni hefur
verið óljúft að þurfa að deila svo hart við Jón Sigurðsson og þegar
hann segist með engu móti geta fallist á erindi Frakka „eins og það nú
liggur fyrir", þá er hann í raun að opna smugu til hugsanlegs sam-
komulags, a.m.k. um nánari skoðun málsins, svo fremi það verði lagt
fyrir á annan og aðgengilegri hátt. F>etta hefur Jón Sigurðsson skilið
eins og í ljós kom á alþingi næsta sumar.
„Þá er þeim innan handar að láta smám saman verða
úr þessari fiskiverkunarstofnun hersátursstofnun"
í blaði sínu Þjóðólfi birtir Jón Guðmundsson langa grein um Dýra-
fjarðarmálið 1. og 8. nóvember 1856. Hann kynnir þar skrifin í Kaup-
mannahafnarblaðinu Fædrelandet, bæði „Reykjavíkurbréfið" frá 4.
september og forsíðugreinina frá 18. september. í Þjóðólfi andmælir
Jón Guðmundsson harðlega þeim kenningum, sem boðaðar voru í
Fædrelandet 18. september, um nauðsyn þess að opna á íslandi allar
gáttir fyrir erlendu fjármagni. Reyndar segist Jón óska þess, að hér sé
aðeins misskilningur á ferð, „þar sem svo lítur út af öðrum dönskum
blöðum, sem ýmsir af vorum merkustu landsmönnum í Höfn séu á
líku máli sem þessi höfundur."2 Hér vísar Jón óbeint í þann almanna-
róm, sem áður var um getið (sjá hér bls. 108-109), að Jón Sigurðsson
væri sjálfur höfundur greinarinnar í Fædrelandet frá 18. september eða
stæði þeim höfundi a.m.k. mjög nærri.
í Þjóðólfi beitir Jón mjög líkum rökum og í bréfum sínum til Jóns
1 Þjóðólfur 9. árg. 1.-2. tbl., 1.11. 1856, bls. 3.