Saga - 1987, Síða 113
DÝR AFJ ARÐ ARMÁLIÐ
111
Sigurðssonar. Sumt er þó skýrara í Pjóöólfi eða nokkuð á annan veg.
Þann 8. nóvember 1856 segir Jón Guðmundsson m.a. í blaði sínu:
Vér efumst ekki um, að frakkneskt herskip verði látið liggja á
Dýrafirði yfir fiskiverkunarmönnum frá því þeir koma á vorin
og þar til þeir fara á haustin, eins og Demas segir, en það mun
einkum og eingöngu verða til að hafa aga og eftirlit með reglu
og störfum sjálfra þeirra innbyrðis. En veiti þessi óaldarskríll,
500-1000 manns, landsmönnum yfirgang eða óskunda, sem
við má búast, eiga þá landsmenn að kæra á íslensku mál sín
fyrir hinum frakkneska herskipaforingja? Skilur hann mál
landsmanna, getur hann eða er bær og einfær um að rannsaka
málavexti og skera úr þeim hlutdrægnislaust? Valt ætlum vér
undir því að eiga. Nei, þar á Dýrafirði hlyti þá að vera settur
sérstakur lögreglustjóri af hinni dönsku stjórn, löglærður dug-
andis maður, er væri jafn fær í frakknesku og íslensku máli og
hefði nægð af vopnbúnu lögregluliði til að standa hinum á
sporði, ef þeir sýndu sig í uppreist gegn lögunum eður
óskunda og yfirgangi við landsmenn. Með svofelldu móti
væru þessir nýlendumenn í raun og veru þegnlega háðir Dön-
um og landslögunum en annars ekki. En hver mundi vilja
standast hinn mikla kostnað, er hér leiddi af? Kaupmannafé-
lagið í Dunkerken eða frakkneska stjórnin?... Pað virðist og í
augum uppi, að komi ekki þegar frá upphafi fram af hendi
frönsku stjórnarinnar full nægilegt lögreglueftirlit með
nýlendumönnum, þá er þeim innanhandar að láta smám sam-
an verða úr þessari fiskiverkunarstofnun hersátursstofnun, ef
þeir sjálfir vilja. En þegar svo væri komið, þá yrði að líkindum
um seinan fyrir Dani og árangurslítið að segja þeim: „Þetta
leyfðum við ukkur aldrei." 1
Jón Guðmundsson leggur jafnan mikla áherslu á fordæmið, sem í
því fælist, ef Frakkar fengju fótfestu í Dýrafirði, að bæði Frakkar og
annarra þjóða menn myndu þá leita eftir svipaðri aðstöðu víðar á
landinu:
... að Frakkar sjálfir, segjum vér, færu að margfalda fiski-
dugguútgerð sína og mælast til að koma upp fiskiverkunar-
stofnunum á fleiri stöðum hér á landi, t.d. við Eyjafjörð, í
1 Þjóðólfur 9. árg. 3. tbl., 8.11. 1856, bls. 9 og 10.