Saga - 1987, Page 116
114
KJARTAN ÓLAFSSON
svara og segja, að sjávarútvegur og landbúnaður Vestfirðinga þurfi á
öllum vinnufærum mönnum að halda, en bæta við:
Nú er þess að geta, að meginhluti háseta á þiljuskipum vorum
kemur vestan úr Dýrafirði og nærsveitunum þar í kring, svo
vér óttumst, að ef Frakkar byðu þeim hærra kaup en vér treyst-
umst til, þá mundu þeir gangast fyrir gjaldinu og yfirgefa
okkur... Á vesturkjálkanum eru nú gerð út á hákallaveiðar yfir
20 skip, og ef vér ættum að missa hásetana til þeirra [Frakka],
þá getum vér ekki lengur gert þau út og verður svo þessi
atvinnuvegur að leggjast fyrir óðal en sjálfir eigendur þilju-
skipanna hljóta að verða öreigar.
Þriðja. Verslunartengsl við Frakkland höfðu verið nefnd sem ávinn-
ingur af franskri nýlendustofnun við Dýrafjörð. fsfirðingar segja í
bænarskránni, að víst geti verið gott að versla við Frakka:
... en ekki vitum vér hvað arðsöm þessi verslun mundi verða
fyrir oss og enn síður getum vér séð, að hún mundi vega upp
óhag þann, er oss þykir augljóst að Ieiða muni af komu Frakka
hingað.
f neðanmálsgrein í Nýjum félagsritum árið 1856 hafði Jón Sigurðsson
gert mikið úr þeim ávinningi, sem fslendingar gætu haft af tollalækk-
unum í Frakklandi og fisksölu þangað (sjá ritgerð mína í Sögu 1986,
bls. 168-170 K.Ó.). Um þetta segir svo í bænarskrá ísfirðinga:
Þó að Frakkar tækju af tollinn á íslenskum fiski eða lækkuðu
hann, þá ætlum vér að það mundi ekki hafa all mikið að þýða.
Er það af því að þeir sjálfir eru að efla fiskveiðarnar, því til þess
á að stofna nýlenduna. Vér gerum því ráð fyrir, að þegar þeir
ef til vill fiska þrefalt við það, sem þeir hafa fiskað hingað til,
þá muni þeim ekki vera mikið um að gera að fá fisk vorn.
Hér hnykkja ísfirðingar enn á og taka fram, að tollfrelsi í Frakklandi
komi að litlum notum hafi starfsskilyrði sjávarútvegs íslendinga verið
eyðilögð. í þessum kafla bænarskrárinnar kemur fram, að ísfirðingar
telja, að hver og ein frönsk fiskiskúta við íslandsstrendur fiski að jafn-
aði sem svari til liðlega 300 skippunda af verkuðum saltfiski. (Eitt
skippund = 160 kíló, 300 skippund = 48 tonn.)
Fjórða. í erindi sínu til alþingis hafði Demas flotaforingi lýst því
yfir, að strangur agi yrði hafður á frönsku nýlendumönnunum og að
herskip yrði að staðaldri á Dýrafirði. Um þetta segir í bænarskrá
ísfirðinga: