Saga - 1987, Blaðsíða 117
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
115
Vér getum vel trúað því, að Frakkar hafi gætur á nýlendunni
en vér getum líka vel trúað því, að nýlendumenn fari allra
sinna ferða fyrir herskipinu, sem á firðinum á að liggja. Vér
óttumst, að nýlendumenn verði skríll einn og óþýði, muni
þeir því enga barnahlýðni sýna herskipi þessu og enn síður
verða börn í leik við landsmenn, ef því væri að skipta. Allir,
sem séð hafa háttsemi Frakka hér vestra, munu ljúka einum
munni upp um það, að þeir hafi eigi ávallt farið svo að lands-
mönnum, að þeir hafi leitast við að vekja þokka þeirra á sér,
því sanna má, að þeir hafi oft verið líkari ræningjum og sið-
leysingjum en siðuðum mönnum... Dýrfirðingum sjálfum
stendur svo mikill stuggur af komu Frakka hingað, að þeir
sumir hverjir hafa haft við orð að yfirgefa óðöl sín. Viðvíkjandi
kaupstaðarstæði á Dýrafirði, sem er svæði það, er nýlendunni
er ætlað að standa á, er þess fyrst að geta, að kirkjan hefur ein-
ungis látið af hendi svæði þetta til kaupstaðarstæðis en alls
ekki til annars og er það ætlun manna, að þeir, sem búa í því
héraði, eigi lagaheimtingu á að svæðið verði ekki til annars
brúkað. í öðru lagi er þess að geta, að ef kaupstaður Dýrfirð-
inga yrði tekinn af, koma ærin vandræði fyrir því að flytja að
sér nauðsynjar sínar, því svo er landi háttað, að á annan veg-
inn eru tveir fjallgarðar að sækja yfir til næstu verslunar og er
annar þeirra hestum lítt fær nema um hásumar og á hinn veg-
inn er fyrst fjallgarður illur yfirferðar og síðan örðugur sjóveg-
ur til næsta verslunarstaðar.
„Mundi það leiða til þess, að þeir tækju fiskiaflann,
lífsbjörg vora, úr höndum vorum"
Auk andmæla þeirra, sem hér hafa að nokkru verið rakin, lögðu
ísfirðingar í bænarskrá sinni til alþingis enn frekari áherslu á þá miklu
hættu, sem nýlendustofnun Frakka og auknar fiskveiðar þeirra hlytu
að hafa í för með sér fyrir sjávarútveg Vestfirðinga. ísfirðingar segja
fískidorg Frakka á liðnum árum hafa orðið landinu til verulegs tjóns.
Við komu frönsku fiskiskútanna á miðin, í mars og apríl ár hvert,
dragi jafnan úr afla heimamanna, en nýlendustofnuninni muni vænt-
ar*lega fylgja vaxandi sókn Frakka á Vestfjarðamið. Fái Frakkar fót-