Saga - 1987, Qupperneq 118
116
KJARTAN ÓLAFSSON
festu í Dýrafirði megi búast við, að þeir fari fljótlega að stunda hér
veiðar árið um kring, m.a. inni á fjörðum. í bænarskránni segir síðan:
Mundi það leiða til þess, að þeir tækju fiskiaflann, lífsbjörg
vora, úr höndum vorum, því ekki mundi þá skorta tæki öll og
útbúnað til fiskiveiðanna. Verður það bein eyðilegging fyrir
þær sjóarsveitir, er að mestu eða öllu leyti lifa af fiskiafla og
leyfum vér oss að taka til ísafjarðardjúp. Pað er einn með hin-
um fiskisælustu fjörðum á landinu. Færu þeir nú, þegar þeir
væru búnir að fá fastan fót hér í nýlendunni, með fiskiflota
sinn inn um það, og firði þá er úr því liggja, og svo á hina aðra
firði Vestfjarðakjálkans, mundi það ekki verða hið sama og
halda björginni fyrir okkur, að taka brauðið frá munni vorum
og láta oss svo kolltna út af í bjargarleysi.
Höfundar bænarskrárinnar taka síðan fram, að frá verstöðvum við
ísafjarðardjúp rói nú árlega hátt á annað hundrað stærri og smærri
bátar. Áhafnir báta þessara séu 700-1000 manns og heildarafli í
meðalári um 5000 skippund. Auk þessa séu svo hákarlaveiðarnar, en
búast megi við, að Frakkar taki líka að stunda þær, fái þeir aðstöðu í
landi. „Ef Frakkar fengju að setjast hér að með nýlendu sína, þá virð-
ist oss það hvað ískyggilegast fyrir fiskveiðar vorar", segja ísfirðingar.
Telja þeir sig færa rök að því, að nýlendustofnunin
mundi ekki einungis veita fiskiveiðum vorum hnekk heldur
jafnvel gjöreyða þeim atvinnuvegi... hefur hann þó verið um
langan aldur helsti atvinnuvegur Vesturlands.
Á þessum árum var mörgum Ijóst, að í sjávarútvegnum var fólginn
vaxtarbroddur atvinnulífsins á Vestfjörðum og víðar um land. Vonir
manna um batnandi hag voru ekki hvað síst bundnar við vaxandi þil-
skipaútgerð. fsfirðingar benda á, hversu mikilvægur sjávarútvegur-
inn sé fyrir Vestfirðinga og segja síðan:
Af því að þessu er nú svona varið getum vér ekki látið hjá líða
að minnast á hina fögru reglu, sem allar menntaðar þjóðir hafa
fylgt, sem fundið hafa til þess, hvað þær væru og hvað þær
gætu orðið. Þær hafa haft það fyrir reglu að styrkja sem best
hina veiku atvinnuvegi í landinu... Pær hafa reynt að banna
erlenda samkynja atvinnuvegi í landinu með ýmsum álögum,
af því þeim hefur þótt það óráð að styrkja erlenda atvinnuvegi
innanlands til að veikja þá innlendu, - allra helst þá, er mundu
verða eða geta orðið hin eina aðalstoð landsins... Eru ekki fisk-