Saga - 1987, Blaðsíða 119
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
117
veiðarnar einn aðalatvinnuvegur landsins, þó þær séu ekki
meiri en þær eru nú? Mundu þær ekki verða höfuð og helsti
atvinnuvegurinn, ef þær næðu að blómgast betur með við-
leitni vorri og kappi, sem óneitanlega er farið að lýsa sér, að
minnsta kosti hér vestra.
Vér treystum því, að bæði konungur vor, af landsföðurlegri
mildi sinni og umhyggju fyrir velferð þegna sinna, og stjórn
hans, muni líta mildilega á það, er vér förum fram á þegnlega.
Mikill fjöldi undirskrifta
Frá efni þessarar bænarskrár ísfirðinga verður ekki sagt nánar hér, en
sja má á tilvitnuðum orðum úr henni, að andstaða ísfirðinga gegn
nýlendustofnun Frakka hefur verið mjög afdráttarlaus.
Svo sem áður sagði hefur Jón Sigurðsson forseti ritað á afrit sitt af
bænarskránni, að hún hafi verið undirrituð af 392 einstaklingum. Á
verslunarstaðnum ísafirði bjuggu árið 1856 innan við 200 manneskjur
(178 á manntali 1855),1 svo að ljóst er, að margir nærsveitungar hafa
ntað undir skjalið. Árið 1850 var íbúafjöldinn í ísafjarðarsýslu, að
verslunarstaðnum á ísafirði meðtöldum, 4204.2 Hafa því um 9,3%
allra íbúa sýslunnar ritað undir bænarskrána. Til samanburðar má
hafa í huga, að á öllu landinu undirrituðu um 2200 manns bænar-
skrárnar, sem sendar voru þjóðfundinum 1851,3 en það voru um
3,7% af íbúafjölda landsins árið 1850. Var þó ærið heitt í kolunum við
undirbúning þjóðfundar. Má af þessu sjá, að stuðningur við bænar-
skrá ísfirðinga hefur verið býsna víðtækur. Við mat á nafnafjöldanum
er líka skylt að hafa í huga, að eins og samgöngum var háttað, má
heita mjög vafasamt, að um almenna undirskriftasöfnun í allri sýsl-
unni hafi verið að ræða.
Skemmtilegt hefði verið að sjá öll nöfn, sem stóðu á frumritinu af
bænarskrá ísfirðinga til alþingis gegn franskri nýlendu. Þess er nú
ekki kostur. Nokkur bót er þó, að veturinn 1856-57 sendu ísfirðingar
konungi aðra bænarskrá gegn nýlendustofnun Frakka í Dýrafirði og
1 Jón Þ. Þór: Saga ísafjarðar I, Isafirði 1984, bls. 206.
i? Tötfræðihandbók 1984, bls. 14.
3 Hýfélagsrit 17. árg., bls. 62.