Saga - 1987, Page 121
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
119
viðtakanda að koma bænarskránni á framfæri við konung. Sýslumað-
ur segir í bréfinu, að sjálfur telji hann margt af því, sem á bænar-
skránni standi „mjög athugunarvert eftir nokkuð nánum kunnug-
leika mínum hér til bjargræðisvega og annarra kringumstæðna."
Á bænarskrá ísfirðinga til konungs eru nöfn manna yfirleitt rituð
þannig, að fyrir fornafn stendur aðeins upphafsstafur eða skamm-
stöfun, en föðurnafn eða ættarnafn síðan ritað óstytt. Atvinnuheiti
manna fylgja, en ekki heimilisföng. Enda þótt heimilisföngin vanti,
dylst í mörgum tilvikum ekki, hver maðurinn er. Skulu hér nokkrir
nefndir.
í fyrstu línuna rita nöfn sín Pétur Guðmundsson, verslunarstjóri
vjð Hæstakaupstaðarverslun, Hálfdán Einarsson, prófastur á Eyri í
Skutulsfirði, og Páll Hansen, verslunarþjónn á ísafirði, en hann var
hreppstjóri Eyrarhrepps. Meðal annarra ísfirðinga, sem skrifa undir,
eru Ásgeir Ásgeirsson, skipherra og kaupmaður, Hjálmar Jónsson,
skipasmiður, síðar kaupmaður á Flateyri, Magnús Gíslason, áður
sýslumaður ísfirðinga, Daníel Á. Johnsen, verslunarstjóri í Neðsta-
kaupstað, Ásgeir Á. Johnsen, kaupmaður, Eiríkur Magnússon, stú-
dent og barnakennari, síðar bókavörður í Cambridge, Torfi J. Thor-
gnmssen, verslunarþjónn í Hæstakaupstað, síðar verslunarstjóri þar,
Jens Knstján Arngrímsson, járnsmiður, Egill Sandholt, skósmiður,
Brynjólfur Oddsson, bókbindari, J. Wedholm, timburmaður, en síðar
veitingamaður, Össur Magnússon, smiður, lengi bóndi í Bæ í Súg-
andafirði.
Af þeim fjörtíu mönnum, sem undirrita bænarskrána til konungs,
er liðlega helmingur búsettur á ísafirði. Hinir eru búsettir hér og þar
’nnan ísafjarðarsýslu og stundum ógerningur að sjá, hver maðurinn
er' þegar tveir eða fleiri bændur í sýslunni bera sama nafn. Úr Dýra-
firði hafa tvímælalaust undirritað þessa bænarskrá þeir séra Bjarni
Sigvaldason á Gerðhömrum og Brynjólfur Brynjólfsson, sjálfseignar-
bóndi á Núpi. Trúlega er líka á skránni nafn Guðmundar Gíslasonar,
bónda í Alviðru, en norður í Grunnavíkurhreppi er þó annar bóndi
með sama nafni á manntali 1855. Meðal annarra, sem rituðu undir
bænarskrána til konungs, má enn nefna séra Þórarin Böðvarsson í
^atnsfirði, Egil Guðmundsson, bónda í Hraundal í Nauteyrarhreppi,
en síðar á Laugabóli í Ögursveit og Rósinkranz Kjartansson, bónda í
Tröð í Önundarfirði.