Saga - 1987, Síða 124
122
KJARTAN ÓLAFSSON
málið og átti hún að semja bænarskrá til konungs. Mér þótti
þetta kynleg aðferð því ég vona að leyfið verði ekki veitt, nema
málið sé lagt fyrir Alþing. í nefndinni voru sýslumaður, Pétur
Guðmundsen, Ásgeir skipherra, Hjálmar timburmaður og Ei-
ríkur Magnússon, stúdent, sem er barnakennari hjá P. Guð-
mundsen. Nefndin átti að byrja starfa sinn 5. sama mánaðar.
Ég hafði í millitíð fengið skjöl fundarins til eftirritunar en nú sá
nefndin sig um hönd og vildi fá eftirritin aftur og kvað þau illa
vönduð en ég neitaði og varð mikil keppni út af þessu. Peir
óttuðust (sum sje), að ég mundi senda þér eftirritin en ég
sagði, að þú mundir ekki flíka þeim. Út af þessu er svo löng
saga, að ég hef ekki tíma til að skrifa þér hana, enda ríður ekki
á því. En á þetta minntust þeir ekki aftur en leyfðu mér að taka
eftirrit af bænarskrá, sem nefndin samdi til Alþingis og létu
sem þeir ætluðu að senda þér. Vildu fá sem flesta að rita undir
hana en mér sýndist það þýða lítið því þú mundir meta meira
ástæður en nafnafjölda, tiltekið fyrst þú ert ekki konungur.
Bréf Magnúsar varpar skýru ljósi á tilurð bænarskrár ísfirðinga og á
fundinn á ísafirði 2. desember 1856. Par hefur Magnús á Hvilft talað
máli Jóns Sigurðssonar um athugun á hugsanlegum tollalækkunum í
Frakklandi, en verið ofurliði borinn - staðið nær einn uppi, nema
hvað Einar rennismiður fylgdi honum að málum. í bréfi Magnúsar frá
2. janúar 1857 og í álitsgerð þeirri, er hann sendi Jóni ásamt því bréfi,
kemur fram, að hann hefur lesið Ný félagsrit vandlega, áður en hann
mætti á ísafjarðarfundinn 2. desember. í þessu sama bréfi og hér var
síðast vitnað til segir Magnús:
Pað vildi ég, að þú gætir sýnt, hvurt uppástunga mín um toll-
inn er heimska ein, en mér finnst norska kaupmanninum og
þér skyldast að reka af mér það ámæli, sem ég hef fengið fyrir
uppástungu þessa.
Hér kemur berlega fram, að Magnús telur sig hafa orðið fyrir ámæli
fyrir að tala upp úr Nýjum félagsritum um tollalækkanir í Frakklandi,
þegar aðrir vildu sameinast um hörðustu andmæli gegn nýlendu-
stofnun Frakka. Og trúnaðarmaður Jóns Sigurðssonar segir réttilega,
að það sé þeim skyldast, sem skrifuðu um Dýrafjarðarmálið í Ný
félagsrit, að sýna, að uppástunga hans um tollfríðindi í Frakklandi,
sem ekki fékk hljómgrunn á ísafjarðarfundinum, sé annað en
„heimska ein".