Saga - 1987, Blaðsíða 125
DÝRAFJ ARÐ ARMÁLIÐ
123
Ekki leynir sér, að Magnús á Hvilft hefur þekkt vel viðhorf Jóns Sig-
urðssonar í Dýrafjarðarmálinu, þegar hann tekur slaginn fyrir hönd
Jóns á ísafjarðarfundinum, en er ofurliði borinn. Magnús hefur skilið
glögglega, hvað skrifin í Nýjum félagsritum sögðu, bæði beint og
óbeint, um skoðanir Jóns á málinu. Auk þess liggur fyrir, að Jón Sig-
urðsson hefur haustið 1856 rætt um Dýrafjarðarmálið í bréfi til
Ásgeirs á Kollafjarðarnesi, tvíburabróður Magnúsar1, og vel má vera,
að hann hafi einnig sent Magnúsi línu um svipað leyti. Þeir bræður,
Asgeir og Magnús, hafa báðir tekið röksemdir Jóns Sigurðssonar gild-
ar og viljað fylgja leiðtoga sínum. Reyndar segir Magnús í áður til-
vitnuðu bréfi frá 2. janúar 1857, að Ásgeir bróðir sinn hafi á undan sér
komið með uppástunguna um tollasamninga. Ásgeir var þingmaður
Strandamanna og löngum einn nánasti samherji Jóns forseta á þingi.
Líklega hefur hann fengið línuna frá Jóni á undan Magnúsi bróður
sínum.
í bréfi Magnúsar frá 2. janúar 1857 kemur fram, hverjir kosnir voru
á ísafjarðarfundinum til að semja bænarskrána til konungs og til
alþingis. Nefndarmennirnir voru fimm og í þeim hópi menn, sem
yfirleitt var að finna í röðum traustustu stuðningsmanna Jóns Sig-
urðssonar, svo sem Ásgeir Ásgeirsson, skipherra og kaupmaður, og
Hjálmar Jónsson, timburmaður, en síðar kaupmaður á Flateyri (sjá
Lúðvík Kristjánsson: Vestlendingar II, 1, bls. 69-90 og 153-154). í
oefndinni var líka Eiríkur Magnússon, þá ungur stúdent, en síðar
bókavörður í Cambridge á Englandi. Eiríkur átti síðar eftir að verða
Jóni að meira liði en flestir aðrir.2 Aðrir nefndarmenn voru Erlendur
Lórarinsson, sýslumaður ísfirðinga, og Pétur Guðmundsson, versl-
unarstjóri í Hæstakaupstað á ísafirði. Erlendur varð sýslumaður á ísa-
firði árið 1854, en drukknaði 29 ára gamall á ísafjarðardjúpi 29. des-
ember 1857 á heimleið til ísafjarðar frá unnustu sinni í Vigur.3 Pétur
Guðmundsson drukknaði líka hálfu þriðja ári síðar, þann 28. júní
1860, á Skutulsfirði.4
Þessir fimm menn, sem hér voru taldir, eru höfundar bænarskrár
1 Þjskjs. E 10. Bréf Ásgeirs Einarssonar 22.1. 1857 til Jóns Sigurðssonar.
2 Lúðvík Kristjánsson: Á slóðum Jóns Sigurðssonar, Rvík 1961, bls. 208-292.
Oli Ketilsson: „Minningarspjald Erlends sýslumanns Þórarinssonar". Ársrit Sögu-
félags Isfirðinga 1981, bls. 89-98.
1 Jón Þ. Þór: Saga ísafjarðar I, Isafirði 1984, bls. 219.