Saga - 1987, Blaðsíða 127
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
125
tengslum við Dýrafjarðarmálið.1 Má ætla, að þar séu fundarskjölin
komin. I sumum þessara svara er að finna málsgreinar, sem síðan
komu orðréttar í þeirri bænarskrá ísfirðinga, er samin var í framhaldi
af fundinum. Mjög líklegt virðist, að þeir, sem undirbjuggu fundinn
á ísafirði, hafi beðið nokkra menn að leggja fram á fundinum skrifleg
svor sín við ákveðnum spumingum varðandi fyrirhugaða nýlendu-
stofnun Frakka. Má þá gera ráð fyrir, að nefndin, sem kjörin var á
hrndinum til að semja bænarskrána, hafi fengið öll þessi svör í hend-
Ur og máske fleiri til að styðjast við, þegar frá bænarskránni var
gengið.
Nöfn þeirra manna, sem svömðu skriflega, eru yfirleitt ekki rituð á
blöðin, heldur aðeins upphafsstafir; stundum sést þó föðurnafnið.
Skemmst er frá því að segja, að öll eru þessi svör Vestfirðinga mjög
undstæð hugmyndinni um nýlendustofnun Frakka. Ekki er ástæða til
að rekja hér nema fátt eitt úr þessum svörum, enda kemur margt, sem
þar er fest á blað, fram í sjálfri bænarskránni. Tvö sýnishorn verða því
látin nægja. í einu svaranna segir á þessa leið; nafn höfundar vantar:
Nýlendur Frakka í Vesturheimi jukust þannig, að þeir með
vopnum og blóði keyptu alltaf nýtt og nýtt land, til að bæta
með upprunastofninn, og eins teldum vér að yrði farið að, ef
illa tekst til með þessa, því heldur sem vér erum fastir á þeim
grun, að nýlendumenn verði alls konar skríll, sem boðinn og
búinn verði til að gera allt, sem þeim dettur í hug... Pessi
grunur var staðfestur að miklu leyti af fiskiverkunarmönnum
þeim, er liggja við fiskiverkun á Nýfundnalandi, því það er tal-
ið ræningjabæli orðið síðan þeir fengu leyfi til að fiska þar og
hafa þar fiskiverkunarnýlendu.
Höfundur þessa svars ritar langt mál, og í sjötta lið er hann farinn
að ræða þau ströngu skilyrði, er setja bæri, ef nýlenda Frakka yrði
þrátt fyrir allt sett á stofn í Dýrafirði. Segir hann þá m.a.:
Dáta skal setja til að hafa gætur á nýlendumönnum, nægilega
marga, og skulu Frakkar sjálfir borga þann kostnað, sem af
þeim leiðir. Þeir, dátarnir, skulu vera íslendingar, er hæfastir
þykja þar til_Vér tökum svo til, að dátarnir skuli vera íslend-
1 Lbs. JS 113 fol. Svör ýmissa Vestfirðinga við spurningum er varða hugsanlega
nýIendustofnun Frakka.