Saga - 1987, Page 128
126
KJARTAN ÓLAFSSON
ingar, af því að vér vantreystum Dönum að öllu til þess, bæði
stjórninni að leggja þá til og svo þeim sjálfum að standa ærlega
í stöðu sinni.
Ekki mátti það minna vera. Vestfirskan her yrði strax að stofna, ef
Frakkar næðu fótfestu í Dýrafirði.
Annar höfundur, er spurningunum svarar og skammstafar nafn
sitt með G.J., minnir fyrst á, að í Nýjum félagsritum hafi því verið hald-
ið fram, að íslendingar gætu haft mikinn hagnað af nýlendustofnun
Frakka í Dýrafirði. Flann færist síðan í fang að hrekja þá kenningu og
ver til þess löngu máli. Undir lok máls síns segir G.J.:
Að ég nú ekki tali um hverja siðferðisspillingu að skríll þessi
gjörir í landshluta þessum. Pað væri við að búast, að hvorki lífi
eður eignum þeirra manna yrði óhætt, sem ei létu allt vera sem
nýlendumenn vildu. Ég get trúað því, að þegar Frakkar væru
búnir að ná hér bólfestu og nýlendan alstofnuð muni þeir inn-
leiða hér verksmiðjur og ýmsan annan atvinnuveg en þeirra
gæða njóta Vestfirðingar ekki, því áður en þetta kæmist í lag
verða þeir flúnir af óðulum sínum og búnir að selja þau í hend-
ur Frökkum.
Þegar Ólafur konungur hinn helgi falaði af íslendingum
forðum Grímsey, lagði Einar Þveræingur það til ráðs á Alþingi
að neita konunginum um eyjuna og sagði, að vel mætti kon-
ungur hafa þar flota sinn, - og mætti nú Einar þessi rísa af gröf
sinni og mæla við menn, mundi hann þannig tala til Vestfirð-
inga: „Þér Vestfirðingar, brúkið nú dugnað og skynsamleg
samtök að gjöra allt hvað í ykkar valdi stendur, meðan tími er
til, að verja Frökkum að ná bólfestu á Dýrafirði, því vel mega
Frakkar hafa þar flota sinn og með honum færist ykkur siðferð-
isspilling og tjón, dýrtíð og eyðilegging. Verjist því af alefli,
svo framt þér viljið ekki verða nýlendumenn Frakka.
Máske hefur það verið þessi ádrepa, þar sem Einari Þveræing er
teflt fram gegn boðskap Nýrra félagsrita, sem ísfirðingar vildu helst
ekki leyfa Magnúsi á Hvilft að senda Jóni Sigurðssyni. Hvað sem öðru
líður sést á þeim fáu tilvitnunum, sem hér hafa verið teknar upp, að
margir Vestfirðingar hafa verið sannfærðir um, að hér væri ákaflega
mikið í húfi. Þeir hafa líka verið þess albúnir að berjast með tiltækum
ráðum fyrir rétti sínum og verndun lífshagsmuna við hvern sem var
að eiga.