Saga - 1987, Page 129
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
127
Sendiherra Jóns Sigurðssonar segir álit sitt
Hér var áður minnst á þá álitsgerð Magnúsar á Hvilft um Dýrafjarðar-
málið, sem hann sendi Jóni Sigurðssyni forseta með bréfi sínu frá 2.
januar 1857. Þar kveður sem nærri má geta ærið mjög við annan tón
heldur en í bænarskránni og þeim plöggum, sem hér voru síðast
hynnt. Ekki má minna vera en hér verði gerð nokkur grein fyrir helstu
sjonarmiðum Magnúsar, sem þar koma fram. Álitsgerð hans er að
n°kkru rituð sem bein gagnrýni á kenningar og málatilbúnað þeirra,
er að baenarskrá ísfirðinga stóðu. Meðal þess, sem fram kemur hjá
Magnúsi, er þetta:1
H Hann telur vestfirska bændur geta hagnast á þeim verðhækkun-
um, er leiða myndu af komu Frakka.
2- Hann álítur það fagnaðarefni, ef bændur gætu leigt Frökkum hjú
sm fyrir hærri daglaun en þá 32 skildinga, sem greiddir væru fyrir
vinnu við saltfiskþurrkun á Isafirði.
3- Magnús telur of mikið gert úr neikvæðum áhrifum fiskveiða
Frakka á fisldgöngur hér við land og vísar á bug þeirri kenningu,
að Frakkar kynnu að eyða hákarlsstofninum.
4. Magnús bendir á, að verði erlendum þjóðum leyft að verka fisk
hérlendis, þá gæti fylgt í kjölfarið aukin hagkvæmni við vöruflutn-
mga að og frá landinu.
3- Hann telur ástæðulaust að draga í efa getu franskra yfirvalda til að
hafa aga á þegnum sínum hér og segir, að íslendingar hafi hingað
hl „komið ódrepnir og oftast ómeiddir frá frakkneskum sjómönn-
um."
h- Enn segir Magnús, að sér virðist ekki „neitt skelfilegt, þó sú núver-
andi fastaverslun á Dýrafirði liði undir lok". Hann telur Dýrfirð-
ln8a gcta sótt sínar kaupstaðarvörur á ísafjörð eða Bíldudal, elleg-
ar fengið til sín lausakaupmenn. Að auki sér Magnús fyrir sér
þann möguleika, að Frakkar kynnu að setja á stofn verslun á Dýra-
firði.
Á Bóndinn á Hvilft vill ekki, að strax sé þvertekið fyrir hugsanlega
samninga við Frakka, en telur rétt að bíða umfjöllunar alþingis um
naálið. Hann kveðst hafa lagt til á ísafjarðarfundinum, að leitað
\'°S ^ „Skoðun mín á Fisldverkunarstofnun Frakka á Dýrafirði", álitsgerð
agnúsar Einarssonar.