Saga - 1987, Page 131
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
129
innfæddum þar, hvorugur þeirra vildi flasa að þessu svona
fljótlega.
Mörg er mælistikan á vit manna og flestar skeikular, en svolítið
skemmtilegt er það, að Magnús segir þá Kristján og Torfa vitrasta „af
innfæddum þar". Þannig kemst hann hjá að mæla vit þeirra við sitt
eigið vit, því sjálfur var Magnús fæddur Strandamaður, þó að búið
hefði í ísafjarðarsýslu í tvo áratugi eða svo. í lokakafla bréfsins segir
Magnús:
A leiðinni hingað fann ég séra Þórarinn í Vatnsfirði og Kristján
í Reykjarfirði og þótti þeim kaupstaðarbúar heldur fljótráðir og
létu ekki vel yfir aðferð þeirra. Kristján átti að senda bænar-
skrána til að safna undirskriftum en þá var hún ekki komin.
Líka átti að senda Guðmundi á Mýrum hana en ekki veit ég
hvernig mér hefur tekist að greiða þar fyrir þeim höfundum
hennar, en síst vildi ég, að Dýrfirðingar hefðu ritað undir
þessa bænarskrá.
Hér kemur skýrt fram, að Magnús hefur, áður en hann reið til fund-
ar við bræður sína, reynt að „greiða fyrir" höfundum bænarskrárinn-
ar í Dýrafirði, og er hér talað í auðskildum öfugmælum. Magnús hef-
ur rætt við áhrifamenn í Dýrafirði og reynt að koma í veg fyrir, að
Dýrfirðingar skrifuðu undir. Ósigurinn á ísafjarðarfundinum lætur
Magnús ekki á sig fá og heldur bardaganum áfram undir merkjum
leiðtogans í Kaupmannahöfn. - „Nú ætla ég að ráðfæra mig við Dýr-
firðinga í vetur", segir Magnús á öðrum stað í sama bréfi. Enn var von
Urr>, að Dýrfirðingar, sem næstir bjuggu vettvangi, fengjust til að
fagna franskri nýlendu á Þingeyri, a.m.k. ef tollfríðindi byðust á móti
f Frakklandi.
Bænarskrá Dýrfirðinga gegn komu Frakka
og varatillögur þeirra
í skjölum alþingis frá 1857 er varðveitt eintak af bænarskrá Dýrfirð-
lnga „gegn komu Frakka til fiskiverkunarstofnunar á Dýrafirði" 1 og
1 Bókasafn Alþingis: Alþingismál 1857. Bænarskrá frá Dýrfirðingum, dags. 17.2.1857
"8egn komu Frakka til fiskiverkunarstofnunar á Dýrafirði."
9