Saga - 1987, Síða 132
130 KJARTAN ÓLAFSSON
annað eintak af sömu bænarskrá er að finna í handritasafni Jóns Sig-
urðssonar.1
Bænarskrá Dýrfirðinga hefst með þessum orðum:
Bænarskrá til Alþingis gegn komu Frakka til fiskiverkunar-
stofnunar á Dýrafirði en til vara: Að leyfi þar til sé bundið við
fárra ára tíma fyrst um sinn til reynslu með fyrir land og lýð
hagfelldum skilmálum og þá, að fullkomnari og yfirgripsmeiri
lögreglustjórn sé innleidd í byggðarlag það, er stofnun þessi
ætlar að hafa sitt aðsetur í, heldur en hingað til hefur með
þurft.
Á þessum upphafsorðum sést strax, að í bænarskrá Dýrfirðinga er
nokkuð annar andi en í bænarskrá ísfirðinganna. Kemur það fram í
varatillögunni. Segja má, að bænarskrá ísfirðinga hafi haft að geyma
nei og aftur nei við beiðni Frakka, en bænarskrá Dýrfirðinga aftur á
móti eins konar nei, en... Á þessu tvennu getur sem kunnugt er oft
verið ærinn munur.
Dýrfirðingar bera að vísu fram bænarskrá gegn komu Frakka, en
segjast „til vara" vilja beiðast þess, að ákveðnir skilmálar verði settir,
fari svo, að heimild verði samt sem áður veitt til nýlendustofnunar.
Ekki er ólíklegt, að þarna hafi gætt nokkurra áhrifa frá Magnúsi á
Hvilft, sem reynt hafði að koma í veg fyrir, að Dýrfirðingar skrifuðu
undir bænarskrá ísfirðinga óbreytta. Að minnsta kosti þarf ekki að
efa, að bæði Magnús á Hvilft og Jón forseti hafa fremur getað sætt sig
við bænarskrá Dýrfirðinganna heldur en sendinguna frá Isafirði.
í bænarskrá Dýrfirðinga kemur fram, að þeir hafa kynnt sér skrifin
um erindi Frakka, bæði í Pjóðólfi og Nýjum félagsritum, og haldið fund
með sér um málið þann 27. desember 1856. Á fundinum var kosin
nefnd manna til að semja bænarskrá um, „að Frökkum eigi væri veitt
hið umbeðna leyfi, síst án skilmála." Ekki er þess getið, hverjir kosnir
voru í nefndina né hve margir þeir voru. í bænarskrá Dýrfirðinga
segir:
Orsakir til þess, að vér hér afbiðjum komu Frakka til aðseturs
hér við land, eru engan veginn sprottnar af vantrausti voru til
viðvarandi velvildar þeirra við oss, er þeir hingað til fyrirfar-
andi jafnan hafa auðsýnt oss, né heldur af óvissu um marg-
háttuð hagkvæm viðskipti vor við þá... heldur einungis af eig-
1 Lbs. JS 113 fol. Sama bænarskrá Dýrfirðinga.