Saga - 1987, Side 133
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
131
in vanmegni voru og skorti þeirra hæfilegleika er þörf útheimti
til þess rétt að geta metið og fyrir séð afleiðingar þær allar, er
hinir ókomnu tímar geta leitt í ljós fyrir alda og óborna út af
inntöku utanríkisþjóða í landið. Pví bæri svo undir, að ágrein-
ingur kæmi upp milli hinnar dönsku stjórnar og hverrar helst
þjóðar, sem búin væri að fá hér slíka bólfestu, þá þykjumst vér
fullkomlega sjá fram á, að þeir í því tilfelli notuðu sér framar
en skyldi þá hagsmuni, er aðsetur þeirra þá veitti þeim, og yrði
sú afleiðing, að þeir héldu landið undir sig, sem öllum lands-
búum hlyti að vera hið ógeðfelldasta, er fyrir gæti komið.
Það hefur verið uggur í Dýrfirðingum, þó að þeir hiki við að ganga
þvert gegn stefnu Nýrra félagsrita. Ábending þeirra um það, sem ger-
ast kynni, ef Danir og Frakkar lentu í átökum, er einkar athyglisverð.
Forvitnilegt er lika að sjá, hvað Dýrfirðingar fara þarna lofsamlegum
orðum um framkomu franskra sjómanna á liðnum árum. Á öðrum
stað í bænarskránni víkja Dýrfirðingar aftur að þessu atriði. Þar segir:
Vér höfum að sönnu enga sérlega orsök né ástæðu til, eftir
margra ára reynslu vorri mann frá manni, að ætla Frökkum,
síst þeim frá Dúnkirken, svo illt, að þeir, að undanteknum
nokkrum skipverjum af hinum svokölluðu loggortuskipum, er
stöku sinnum hafa sýnt sig ódæla og óeirðarfulla við oss ...
vísvitandi að vilja vekja við oss óspektir.
Það voru einmitt loggortumenn, sem Bjarni Þórlaugarson átti í
höggi við á Alviðrubót sumarið 1856 (sjá ritgerð mína í Sögu 1986, bls.
178-181. K.Ó.).
Bein skilyrði, er Dýrfirðingar lögðu til að sett yrðu, voru sex:
1- Að tollar á íslenskum fiski yrðu með öllu afnumdir í Frakklandi.
2- Að Frakkar borgi hálfan til heilan ríkisdal í útflutningsgjald fyrir
hvert skippund af „eiginverkuðum fiski", er þeir flyttu héðan frá
landinu.
3- Að Frakkar semji við landeigendur um það svæði af fjöru og landi,
er þeir þurfi til fiskverkunarinnar, gegn fastri árlegri leigu. Svæði
þetta verði útmælt af sýslumanni eða lögreglustjóra í viðurvist for-
ingja franska herskipsins.
4- Að Frakkar verði háðir íslenskum lögum, einkanlega veiðilagatil-
skipuninni frá 20. júní 1849.
3- Að bann verði lagt við allri óþarfri umferð Frakka og þeim bannað
að skjóta eða stunda nokkurn veiðiskap í eða fyrir annarra landi.