Saga - 1987, Side 135
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
133
pundum af verkuöum saltfiski á ári (sjá hér bls. 114). Sé gert ráð fyrir
400 til 500 frönskum skútum við veiðar hér, svo sem að var stefnt af
hálfu Frakka (sjá ritgerð mína í Sögu 1986, bls. 151-152. K.Ó.), þá
hefði ársframleiðslan af verkuðum saltfiski orðið með þessu móti um
150.000 skippund. Með öðrum orðum má því segja, að krafa Dýrfirð-
inga hafi verið sú, að Frökkum yrði gert að greiða 75.000 til 150.000
ríkisdali á ári í útflutningsgjald, ef nýlendan yrði stofnuð. Hið opin-
bera kýrverð í Vesturamtinu fardagaárið 1856-57 var 27 ríkisdalir og
62 skildingar.1 Hér er því gerð krafa um mjög verulega fjármuni eða
sem svaraði frá 2713 til 5426 kýrverðum á ári.
Til hliðsjónar má einnig hafa í huga, að ýmsir háttsettir embættis-
menn höfðu á þessum tíma um 1000 ríkisdali í laun á ári.2
Hugmynd sína um slíka greiðslu útflutningsgjalds rökstyðja Dýr-
firðingar með því, að sanngjarnt sé
að landið loksins uppberi einhvern ágóða af þeirri lífsbjörg,
sem umhverfis það er, og hefur um langan tíma verið tekin og
flutt á burt til annarra landa án nokkurs verulegs endurgjalds.
Einnig benda þeir á, að án slíks sérstaks útflutningsgjalds megi
gera ráð fyrir, að fjárhagslegur hagnaður af viðskiptum við nýlendu-
menn muni einkum lenda
í höndum kaupmanna þeirra, er hér versluðu, til að fylgja
þeim, eins og hingað til hver annar ágóði af verslun þeirra hér
við land, til viðurværis og brúkunar erlendis.
Nánar verður ekki sagt frá efni bænarskrár Dýrfirðinga hér, þó að
sitthvað fleira komi þar fram. Bænarskráin er dagsett á Þingeyri 17.
febrúar 1857 og undirrituð af 78 Dýrfirðingum. Aftast skrifa svo
nokkrir Önfirðingar undir. Þeir eru 21 og segjast vera innihaldi bæn-
arskrárinnar „í höfuðatriðum samþykkir".
Bænarskráin ber þess merki, að Dýrfirðingar hafa verið nokkuð á
báðum áttum, þegar svo stóran vanda bar þeim að höndum. Þeir eru
nggandi og finna sig vanmáttuga að dæma um áhrif svo stórra breyt-
lnga. Ágóðavonin er þeim ekki með öllu fjarri og afstaðan í heild svo-
lítið tvíbent. Trúlega hafa Dýrfirðingar ekki allir verið sammála, þó að
sameinast hafi flestir um þessa sveigjanlegu bænarskrá. Fullvíst má
kalla, að ýmsir Dýrfirðingar hafi líka skrifað undir hina gallhörðu
1 Skýrslur um landshagi II. bindi, Khöfn 1861, bls 411.
" Táll Eggert Ólason: Jón Sigurðsson, foringinn mikli, Rvík 1945, bls. 131.