Saga - 1987, Síða 136
134
KJARTAN ÓLAFSSON
bænarskrá frá ísafirði, sem fyrr var á ferðinni. Nöfnin 392, er þar
stóðu undir, hafa ekki fundist, en í hópi þeirra 40 manna, sem undir-
rituðu dönsku útgáfuna af bænarskrá ísfirðinga, voru án vafa Bjarni
Sigvaldason, prestur á Gerðhömrum, og Brynjólfur Brynjólfsson,
bóndi á Núpi (sjá hér bls. 119).
/ Þingeyrarhreppi rituðu um 90% bænda undir bænarskrána
í ritgerð minni í Sögu á síðasta ári kom fram, að Hans Edward Thomsen
var eigandi verslunarinnar á Þingeyri á árunum 1856 og 1857 og
reyndar mun lengur. Það voru hann og kona hans, Kristjana, fædd
Knudsen, sem Napóleon prins bauð út á skip sitt sumarið 1856. Full-
trúi Thomsens á Þingeyri var á þessum tíma Þorsteinn Thorsteins-
son, sem ritaði nafn sitt Th. Thorsteinsson, en meðal bama hans var
Pétur J. Thorsteinsson, hinn mikli athafnamaður á Bíldudal. Þor-
steinn Thorsteinsson var tæplega fertugur að aldri í ársbyrjun 1857.
Hann gerðist síðar bóndi í Æðey á ísafjarðardjúpi.1
Það var Þorsteinn, sem sendi Jóni Sigurðssyni bænarskrá Dýrfirð-
inga með ódagsettu bréfi, sem stílað er til „herra Alþingismanns
Isfirðinga í Reykjavík". Það bendir til þess, að hún hafi ekki verið
send, fyrr en komið var fram á sumar 1857, því að um veturinn dvald-
ist Jón í Kaupmannahöfn. I bréfinu fer Þorsteinn þess á leit við Jón,
fyrir hönd Dýrfirðinga, að hann komi bænarskrá þeirra á framfæri við
alþingi.2 Utan á bréf Þorsteins til Jóns forseta er skrifað: „Á hendur
falið velæruverðugum prófasti, herra Ó. Sívertsen í Flatey til fljótustu
fyrirgreiðslu." - Ólafur Sívertsen var á þessum tíma þingmaður Barð-
strendinga. Hann var forgöngumaður Kollabúðafunda, og gera má
ráð fyrir, að bænarskrá Dýrfirðinga hafi verið fengin Ólafi í hendur á
Kollabúðafundi sumarið 1857. Kollabúðafundurinn var það sumar
haldinn dagana 16. og 17. júní,3 en alþingi kom saman 1. júlí svo sem
venja var.4 Þessa tilgátu má styrkja með því að benda á, að Þorsteinn
Thorsteinsson hafði á Kollabúðafundi sumarið áður verið kjörinn
1 Jón Guðnason: ísl. æviskrár VI., Rvík 1976, bls. 509.
2 Lbs. JS 113 fol. Ódagsett bréf Th. Thorsteinsson til Jóns Sigurðssonar, fylgir bænar-
skrá Dýrf. frá árinu 1857.
3 Lúðvík Kristjánsson: Vestlendingar, síðara bindi II, Rvík 1960, bls. 242.
4 Páll Eggert Ólason: Jón Sigurðsson, foringinn mikli, Rvík 1945, bls. 262.