Saga - 1987, Page 138
136
KJARTAN ÓLAFSSON
ur tekist að finna flesta þá, sem undir bænarskrána rita. Um vafa er
eingöngu að ræða í fáum tilvikum og aðeins þegar nokkrir menn bera
sama nafn.
Af Dýrfirðingum, sem undirrita bænarskrána, lætur nærri að 48 séu
bændur, fimm eru húsráðendur með aðra atvinnu (þ.e. tveir prestar,
einn verslunarfulltrúi, einn húsmaður og einn þurrabúðarmaður) og
25 eru vinnumenn eða bændasynir. Allt eru það karlmenn, sem skrifa
undir.
Af átta bændum í Hraunssókn skrifa sjö undir. Af 23 bændum í
Sandasókn eru nöfn 21 á skránni. Af 19 bændum í Mýrasókn skrifa 12
undir; bændur voru þar 21 á manntali 1855, en tveir þeirra dóu fyrir
árslok 1856. Af 10 bændum í Núpssókn skrifa sex undir. Auk bænda
úr þessum fjórum sóknum eru svo á bænarskránni nöfn tveggja
bænda af Ingjaldssandi, sem að vísu verður með engu móti talinn til
Dýrafjarðar, en er þó í Mýrahreppi. Paðan eru líka fjórir bændasynir
og vinnumenn. Og einn vinnumaður, sem skrifað hefur undir, finnst
á manntali í Álftamýrarsókn í Arnarfirði árið 1855, en gæti hæglega
hafa verið kominn til Dýrafjarðar í ársbyrjun 1857.
Vestan Dýrafjarðar, í Hrauns- og Sandasóknum, voru 35 heimili.
Húsráðendur á 31 eða 32 þessara heimila skrifuðu undir, og þar voru
aðeins tvö eða þrjú heimili, þar sem enginn léði skránni nafn sitt.
Norðan Dýrafjarðar, í Mýra- og Núpssóknum, voru heimilin 42. Hús-
ráðendur á 19 eða 20 þessara heimila skrifuðu undir, en ekki verður
sannað, að nokkur maður hafi skrifað undir frá nær helmingi allra
heimila norðan fjarðarins. Hér kemur fram verulegur munur milli
Þingeyrarhrepps vestan fjarðarins og Mýrahrepps norðan fjarðarins.
Skýringar á þessu eru ekki á reiðum höndum. Ef til vill hefur verið
unnið að söfnuninni af meiri krafti vestan fjarðarins. Hitt er þó líka
hugsanlegt, að norðan frá ísafirði hafi fyrr náðst til manna úr Mýra-
hreppi og sumir þá látið nægja að rita á bænarskrá ísfirðinganna. Þess
utan mætti hugsa sér, að í Mýrahreppi hafi ýmsir ekki viljað rita á
bænarskrána frá Th. Thorsteinsson, máske einhverjum hafi þótt hún
of lin, en öðrum of hörð. Slíkum spurningum verður vart svarað úr
þessu.
Hvað sem öðru líður er þessi bænarskrá Dýrfirðinga merkilegt
plagg og á skilið að geymast lengi, helst við hliðina á bænarskrá ísfirð-
inganna. Þátttaka í undirskriftunum var nær ótrúleg í Þingeyrar-
hreppi, sé til þess hugsað, hvað öll samtök voru skammt á veg komin