Saga - 1987, Page 139
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
137
um miðja 19. öld. En enginn skyldi halda, að nöfnin séu fölsuð.
Breytileg skriftin á frumritinu, sem varðveitt er í alþingisskjölum,
sýnir, að menn hafa klórað nafnið sitt sjálfir með fullum sóma.
Þess var áður getið, að auk heimamanna í Dýrafirði skrifa nokkrir
Önfirðingar undir bænarskrá Dýrfirðinga. Þar er séra Stefán P. Step-
hensen í Holti efstur á blaði. Ekki er þarna að finna nafn Magnúsar
Einarssonar, bónda á Hvilft. Má vera, að hann hafi talið Dýrfirðinga
taka of neikvætt í beiðni Frakka, þó að afstaða þeirra væri ekki jafn
afdráttarlaus og hinna, sem stóðu að bænarskránni frá ísafirði.
Sonur Napóleons mikla ritar dönsku stjórninni.
Biður um land beggja vegna Dýrafjarðar eða í öðrum firði
ef Frökkum þætti hagkvæmara
Hér hefur nú um sinn verið fjallað um það umrót, sem beiðni Frakka
um Dýrafjörð olli meðal íslendinga heima og erlendis, og þá ekki síst
á Vestfjörðum. Meðan öllu þessu fór fram, beið danska ríkisstjórnin
eftir nánari skýringum frá París og dró því við sig að svara erindi
Frakka. í bréfi, sem danski utanríkisráðherrann, L.N. Scheele, hafði
skrifað danska sendiherranum í París 23. maí 1856 var slegið úr og í
varðandi Dýrafjarðarmálið, en sendiherrann beðinn að afla nánari
upplýsinga (sjá ritgerð mína í Sögu 1986, bls. 164-166. K.Ó.). Með
bréfi dagsettu 30. maí 1856 kom Moltke greifi, sendiherra Dana í París,
viðhorfum dönsku stjórnarinnar á framfæri við franska utanríkisráð-
herrann og bar fram beiðni Dana um nánari skýringar.1 Leið nú og
beið á níunda mánuð án þess dönsku stjórninni bærist formlegt svar,
en ætla má, að á þeim tíma hafi málin verið þrautrædd milli stjómar-
erindreka.
Grímur Thomsen var fulltrúi í danska utanríkisráðuneytinu á þess-
um árum. Hann gefur dálitla lýsingu á tilburðum franska sendiherr-
ans í Kaupmannahöfn í bréfi, sem hann ritaði haustið 1858 Bjarna
Þorsteinssyni, þá fyrrverandi amtmanni. Grímur segir þar:
1 Bókasafn Alþingis: Alþingismál 1857. íslensk þýðing á bréfi A.J.C. Walewskis,
utanríkisráðherra Frakka, bréfið dags. 12.2. 1857, til Dirckinck-Holmfelds, baróns,
sendiherra Dana í París.