Saga - 1987, Síða 140
138
KJARTAN ÓLAFSSON
...þar við bætist, að frakkneska stjórnin hefur hér ráðgjafa,
sem er mesti rokna refur, hefir verið hér framundir 20 ár og
þekkir gjörla bæði styrk og veikleika Danmerkur. Ég hef oft átt
tal við þennan mann um stofnun fiskverkunar Frökkum til
handa á Dýrafirði og hef alténd sagt honum, að þó stjórnin
danska leyfði það, - sem hanti þóttist fyrir 1 og 1/2 ári síðan viss
um (leturbreyting K.Ó.), þá gæti því þó ekki orðið framgengt,
nema íslendingar sjálfir vildu það og Alþingi féllist á það.
Hann hafði áður árlangt verið að herða að stjóminni með að
veita Frökkum þetta leyfi og stjórnin fór undan í flæmingi. En
á því er ég, að hann hefði fengið sitt fram við stjórnina, ef hann
hefði haldið áfram, og ef stjórninni hefði ekki dottið það óska-
ráð í hug að leggja málið fyrir Alþing.1
1 febrúar 1857 var Alexander Joseph Colonna Walezvski greifi utanríkis-
ráðherra Frakklands, en hann var óskilgetinn sonur Napóleons keis-
ara mikla, fæddur 1810, er faðir hans stóð á hátindi valda sinna.2
Þann 12. febrúar 1857 tekur þessi sonur Napóleons Bonaparte sig til og
ritar danska sendiherranum í París langt og ítarlegt bréf um Dýra-
fjarðarmálið. íslensk þýðing bréfsins er varðveitt í alþingisskjölum frá
árinu 1857,3 og verður hér byggt á henni.
í bréfinu leitast Walewski við að svara spurningum dönsku stjórn-
arinnar varðandi áform Frakka á Islandi og reynir auðvitað að færa
allt í svo sakleysislegan búning sem kostur var. Bréf sitt byrjar Wal-
ewski á þessa leið:
Herra barún!
I bréfi sínu, dagsettu 30. dag maímánaðar fyrra ár, hafði herra
greifi Moltke skýrt mér frá, að stjórn yðar væri eigi ófús á að
verða við ósk þeirri, sem stjórnarherra Frakklands í Kaup-
mannahöfn hefði í nafni frönsku keisarastjórnarinnar látið
hinni dönsku stjórn í ljósi, - þeirri ósk, að hinir frakknesku
skipsútgerðarmenn fengju leyfi til að stofna fiskiþurrkstöðu á
ströndum Dýrafjarðar, en þó því aðeins að leyfi þetta eigi komi
í bága við hagnað Islendinga.
1 Lbs. 342, c fol. Bréf Gríms Thomsens 13.9. 1858 til Bjarna Thorsteinssonar.
2 Petit Larousse lllustre 1973, bls. 1778.
3 Bókasafn Alþingis: Alþingismál 1857. Bréf Walewskis 12.2. 1857.