Saga - 1987, Qupperneq 141
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
139
Utanríkisráðherrann gefur síðan þá skýringu á því, hversu lengi
hafi dregist að svara, að hann hafi beðið „skipaliðs og nýlendumála-
ráðherrann, að hann leitaði álits verslunarstjórnarráðanna og skipsút-
gerðarmannanna í þeim bæjum þaðan sem skip fara til fiskiveiða
kringum ísland."
Walewski kemur svo beint að efninu og segir, að hin keisaralega
ríkisstjórn Frakklands óski eftir, að þegnar sínir fái heimild „til að
stofna fiskiþurrkstöðu beggja vegna við Dýrafjörð".
Síðar í sama bréfi segir ráðherrann:
...og þegar frá eru skildir fáeinir smábæir með engi því, sem
undir þá liggja, er landið með öllu óyrkt og áskilur hin frakk-
neska stjórn sér einnig rétt til þess að stofna líka fiskiþurrk-
stöðu í einhverjum þeim firði, er sunnar lægi, ef henni þætti
það hagkvæmara fyrir fiskiveiðar Frakka.
Tæplega var þess von, að syni Napóleons Bonaparte þætti mikið
koma til landareigna kotkarla í Dýrafirði. Hér kemur líka fram, að
áform Frakka á íslandi hafa reyndar ekki verið bundin við Þingeyri
eingöngu, heldur vilja þeir fá land báðum megin fjarðarins og ef þeim
kynni að sýnast svo einnig á öðrum fjörðum.
Walewski tekur fram, að Frakkar ætli sér ekki að koma á fót „her-
skaparstofnun" á íslandi, heldur eingöngu „iðnaðarstofnun", og land
hugsi þeir sér að kaupa eða leigja af eigendum þess. Þar muni verða
reist hús handa skipshöfnunum, forðabúr, íverukofar o.s.frv., „sum-
part jafnstór og eins í lögun og sumpart misstór og ólíkt löguð og af
því efni, sem til þess þykir hentugast." I bréfinu segir ráðherrann, að
Frakkar áskilji sér rétt til hvers konar framkvæmda á því landi, sem
þeim yrði leigt eða selt, „svo að hin danska stjórn eigi gæti lagt neinar
tálmanir fyrir þá í þessu efni." Einnig áskilja þeir sér rétt til að geyma
hsk í húsum sínum vetrarlangt svo og veiðarfæri og önnur áhöld.
Með tilliti til þess muni nauðsynlegt, að nokkrir menn hafi vetursetu
á íslandi á vegum frönsku útgerðarmannanna.
Franski utanríkisráðherrann kveður ekki unnt að segja til um,
hversu marga menn Frakkar hyggist senda til fiskverkunarstarfa í
Dýrafirði og bætir við:
En hversu margir, sem þeir svo kunna að verða, mun lögreglu-
umsjón sú, sem herskip vor, sem umsjón hafa yfir fiskiskipun-
um, hafa, vera nægileg til að afstýra allri óreglu.