Saga - 1987, Síða 143
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
141
Dýrafjarðarmálinu skotið til alþingis
Hér verður nú að stikla á stóru hvað varðar atburðarásina síðla vetrar
og um vorið 1857. Pann 19. mars sendi danska utanríkisráðuneytið
hina nýju greinargerð frá París til dómsmálaráðuneytisins, sem ann-
aðist íslandsmál.1 Hinn 15. maí skrifaði franski sendiherrann í Kaup-
mannahöfn enn danska utanríkisráðherranum, sem þá var O.W.
Michelsen, og fór fram á, að afgreiðslu Dýrafjarðarmálsins yrði
hraðað.2 Þegar hér var komið sögu, hefur trúlega verið ákveðið að
skjóta erindi Frakka til alþingis íslendinga, og þann 27. maí 1857 lagði
dómsmálaráðherrann tillögu þess efnis fyrir konung með formlegum
hætti. Friðrik konungur VII. samþykkti síðan með undirskrift sinni
þann 1. júní, að álits alþingis yrði leitað á Dýrafjarðarmálinu.3 Daginn
eftir gekk dómsmálaráðuneytið frá bréfum, bæði til utanríkisráðu-
neytisins og til Páls Melsteð, konungsfulltrúa á alþingi, þar sem til-
kynnt var um þessa ákvörðun.4
í skjalasafni íslensku stjórnardeildarinnar er varðveitt uppkast eða
afrit af tillögu dómsmálaráðuneytisins frá 27. maí 1857 um að skjóta
beiðni Frakka til alþingis og fylgir greinargerð tillögunni.5 í greinar-
gerðinni er saga málsins rakin og bent á, að án lagabreytinga sé með
engu móti unnt að heimila Frökkum fiskverkun á íslandi. Einnig er
rninnt á ýmis þau mótrök gegn franskri nýlendustofnun, er fram
komu í álitsgerðum Trampes stiftamtmanns og Páls Melsteð frá sumr-
inu 1855, svo sem þá hættu, er meiri háttar umsvif Frakka við fisk-
verkun á íslandi hlytu að hafa í för með sér fyrir Spánarmarkað
íslendinga (sjá ritgerð mína í Sögu 1986, bls. 160-162. K.Ó.). í greinar-
gerðinni til konungs er einnig minnst á bænarskrá ísfirðinga gegn
nýlendustofnun Frakka.
t Rigsarkiv Khöfn: Registratur 1857. Bréf nr. 453.
3 Þjskjs. Skjs. ísl. stjómard. í Khöfn: Isl. journal 10, nr. 1615. Afrit af bréfi franska
sendiherrans Dotézacs 15.5. 1857 til O.W. Michelsens, utanríkisráðherra Dana.
3 Þjskjs. Skjs. ísl. stjórnard. í Khöfn: Isl. journal 10, nr. 1615. Tillaga dómsmálaráðu-
neytisins dags. 27.5. 1857, með undirskrift konungs frá 1.6. sama ár.
4 Rigsarkiv Khöfn: Skjöl dómsmálaráðuneytisins. Islands copiebog 1857. Bréf dóms-
wálaráðuneytisins 2.6. 1857 til konungsfulltrúa á alþingi og bréf dómsmálaráðu-
neytisins sama dag til danska utanríkisráðuneytisins.
3 Þjskjs. Skjs. ísl. stjórnard. í Khöfn: Isl. journal 10, nr. 1615. Uppkast að tillögu til
konungs, er byrjar svo: „Allerund. Forestilling ang. at Althingets Betænkning maa
Flive indhentet...".