Saga - 1987, Síða 144
142
KJARTAN ÓLAFSSON
Efni sjálfrar tillögunnar, sem konungur samþykkti, var þríþætt. í
fyrsta lagi, að erindi frönsku keisarastjórnarinnar skyldi kynnt fyrir
alþingi. í öðru lagi, að álits alþingis skyldi leitað á því, í hvaða mæli
þingið teldi hugsanlegt að veita þegnum annarra ríkja heimild til að
reisa fiskverkunarstöðvar á íslandi. í þriðja lagi átti svo alþingi að
svara með hvaða skilmálum það teldi gerlegt að breyta gildandi lög-
gjöf um þessi efni.
Ekki verður annað séð en þeir, sem létu sig Dýrafjarðarmálið varða
úr hópi íslendinga, hafi allir verið á einu máli um að skjóta bæri því til
alþingis, þó svo að menn greindi alvarlega á um sjálft efni málsins.
Jón Sigurðsson forseti var t.d. manna harðastur á kröfunni um, að
alþingi fengi að fjalla um þessa beiðni Frakka. Sú var einnig afstaða
Jörgens D. Trampes stiftamtmanns, svo sem skýrt kemur fram í bréfi
hans 14. ágúst 1856 til dómsmálaráðuneytisins í Kaupmannahöfn.1
Árið 1857 var alþingi aðeins ráðgefandi um löggjafarmálefni. Engu
að síður var þess að vænta, að danska stjórnin legði tillögur sínar að
hugsanlegum lagabreytingum um þessi efni fyrir alþingi til umsagn-
ar. Pað sem hins vegar er sérstakt við það málsskot dönsku stjórnar-
innar til alþingis, sem hér er til umfjöllunar, er, að danska stjórnin
leggur alls enga tillögu fyrir alþingi, en lætur nægja að leita eftir
almennu áliti þingsins á því, sem fólst í tilmælum frönsku stjórnar-
innar. Þannig vísar hún frá sér til alþingis öllu frumkvæði að efnis-
legu svari við beiðni keisarastjórnarinnar í París.
Auðvelt er að láta hvarfla að sér, að með þessari málsmeðferð hafi
danska stjórnin viljað skjóta sér undan fullri ábyrgð, hvort heldur
sem var á jáyrði eða neitun, og þótt þægilegra að hafa alþingi fyrir
skálkaskjól. Slík skýring kemur þó aðeins heim, sé ráð fyrir því gert,
að danska stjórnin hafi talið sig stadda milli tveggja elda, að hún hafi
óttast reiði frönsku keisarastjórnarinnar, ef beiðninni yrði neitað, en
reiði stjórnar Bretaveldis, ef fallist yrði á tilmæli Frakka.
Orð Jóns Sigurðssonar í Nýjnm félagsritum árið 1861 benda líka til
þess, að einmitt svona hafi málum verið háttað. Jón segir þar:
...en þegar það vitnaðist og varð hljóðbært, að Frakkar ætluðu
að fá fast aðsetur á Islandi, var jafnskjótt dregin sú ályktun, að
1 Pjskjs. Skjs. ísl. stjórnard. í Khöfn: Isl. journal 10, nr. 1615. Útdráttur úr bréfi
Trampes stiftamtmanns 14.8. 1856 til dómsmálaráðuneytisins í Kaupmanna-
höfn.