Saga - 1987, Page 145
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
143
þeir vildu ná íslandi öllu til að hafa þar feikilega mikla fiskiút-
gerð, flytja þangað stórbrotamenn, hafa þar herflota o.s.frv.
en á þessa bliku leist Englendingum síst allra manna og voru
ekki seinir að vekja andspyrnu þar á móti. Stjórnin varð við
þetta milli steins og sleggju, því hún hafði þá miklar vonir um
hjálp Napóleons keisara í Slésvíkurmálum en þótti þó ekki
gott að játa því, sem beðið var um, og réði því af að bera málið
undir Alþing, því þar með gat hún skírskotað til svars Alþing-
is, hvort sem það sagði já eða nei.1
Hér talar Jón beinum orðum um afskipti Englendinga af málinu og
l*tur að því liggja, að þau hafi í raun hindrað, að danska stjórnin féll-
ist á beiðni Frakka. Þessi skýring Jóns er ugglaust ekki úr lausu lofti
gripin, enda þótt skjalleg gögn um bein afskipti Breta hafi enn ekki
komið í leitirnar. Ástæða er til að minna hér einnig á orð Þorleifs
^epp um tilraunir hans til að fá Breta til að skerast í málið (sjá hér bls.
101).
Steingrímur Thorsteinsson skrifar Árna bróður sínum frá Kaup-
Wannahöfn í lok maí 1857 og segir:
Dýrafjarðarmálið liggur nú öldungis í þagnargildi, hvort sem
Englendingar, eins og sumir halda, hafa bent Frökkum til að
hafa sig í hófi. Kannski Grímur eigi að spíónera um Frakka í
sumar.2
í Kaupmannahöfn var nú beðið eftir alþingi, en í París og London
var vakað yfir Dýrafirði.
Fréttir með vorskipurn. - Ritstjóri Pjóðólfs í vanda.
Komi 10.000 Frakkar er þjóðernið í hættu, sögðu Austfirðingar
Þær fréttir, sem íslendingar fengu af Dýrafjarðarmálinu og ráðagerð-
um Frakka með vorskipum 1857, voru af ýmsu tagi. Arnljótur Ólafs-
son skrifaði fréttirnar í Skírni þetta ár og sagði þar m.a. um vaxandi
áhuga erlendra þjóða fyrir íslandi:
Þessi eftirtekt erlendra manna hefur efalaust mest vaknað við
ferðir Napóleons kóngssonar út til íslands. Hefur og enda
sumum komið til hugar, að meira en minna stæði til og ekki
J Nýfélagsrit 21. árg. 1861, bls. 60 og 61.
Lbs. 2168 4to. Bréf Steingríms Thorsteinssonar 25.5.1857 til Árna Thorsteinssonar.