Saga - 1987, Síða 148
146
KJARTAN ÓLAFSSON
Skríllinn á skipum þeirra hefur þráfaldlega gert sig sekan í
ýmsum óskunda við landsmenn. Peir hafa rænt varpeyjar,
spillt nótlögnum, stolið fé og reka frá bændum.
Tekið er fram, að fyrir slík spjöll hafi engar bætur fengist, þó að
kært hafi verið.
Þingnefndin lagði til að beiðni Frakka yrði vísað á bug „eins
og hún nú liggur fyrir" en gaf samt Frökkum undir fótinn
Pann 1. júlí 1857 var alþingi sett, og á fimmta fundi þingsins, þann
8. júlí, var Dýrafjarðarmálið tekið fyrir.u Páll Melsteð konungsfulltrúi
greindi þá frá því, að sér hafi af konungi verið falið að gera alþingi
grein fyrir beiðni frönsku ríkisstjórnarinnar, og lagði hann málið síð-
an fyrir þingið í samræmi við ákvörðun danskra stjórnvalda.
Umræður urðu engar um málið að því sinni, en fimm manna nefnd
kosin til að fjalla um það. í nefndina voru kjörnir alþingismennirnir
Pétur Pétursson dómkirkjuprestur, konungkjörinn þingmaður, með
18 atkvæðum, séra Jón Hávarðsson á Skorrastað, þingmaður Sunn-
mýlinga, með 17 atkvæðum, Stefán Jónsson, bóndi á Steinsstöðum í
Öxnadal, þingmaður Eyfirðinga, með 15 atkvæðum, Jón Guðmunds-
son ritstjóri, þingmaður Skaftfellinga, með 15 atkvæðum og Ólafur
Sívertsen, prófastur í Flatey, þingmaður Barðstrendinga, með 14
atkvæðum.
Úr hendi þingforseta, Jóns Sigurðssonar, voru nefndinni afhent
gögn málsins, þar á meðal bænarskrárnar að vestan og austan, en
áður kynnti Jón helstu efnisatriði þeirra úr forsetastól.
í nefndinni tókst áður en langt um leið samkomulag um sameigin-
Iegt nefndarálit og tillögu, sem gengið var frá í nefndinni þann 21.
júlí. Tillaga nefndarinnar var í þremur liðum:
1. Að þingið ráði frá því, að gildandi lögum um bann við fiskveiðum
erlendra þjóða á íslenskum miðum og „fiskverkun á íslenskri lóð
sé breytt yfir höfuð og skilyrðislaust."
2. Að þingið fari fram á í álitsskjali sínu til konungs, að álits alþingis
1 Alþingistíðindi 1857, bls. 78.
* Allt, sem hér verður sagt um meðferð Dýrafjarðarmálsins á alþingi 1857, er byggt á
Alþingistíðindum, þó að ekki sé til þeirra vísað hverju sinni.