Saga - 1987, Side 150
148
KJARTAN ÓLAFSSON
þeirra við þessa utanríkismenn, án þess þetta leiddi af sér
nokkurn verulegan kostnaðarauka fyrir landið.
Svo sem sjá má er hér í rauninni um gagntilboð að ræða til Frakka.
Beiðni þeirra er að vísu hafnað, en jafnframt sagt, að vilji þeir nema
toll af íslenskum fiski í Frakklandi, þá komi til greina að semja um
málið. Hin „skilyrðin" eru þess eðlis, að auðvelt hlaut að vera fyrir
Frakka að uppfylla þau, a.m.k. í orði kveðnu.
Enda þótt Jón Sigurðsson forseti væri ekki sjálfur í nefndinni, leyn-
ir sér ekki, í ljósi þess, sem hér hefur áður verið sagt, að þessi texti er
frá honum kominn, hvort sem hann hefur skrifað hann sjálfur eða
dómkirkjupresturinn tekið að sér það ómak. Með fortölum hefur Jón
fengið sinn gamla samherja, ritstjóra Þjóðólfs, til að skrifa líka undir.
„Og verðum vér þá á endanum lítið annað en
púlsmenn Frakka" sagði Guðmundur í Landakoti
Pétur Pétursson, formaður nefndarinnar, mælti fyrir áliti hennar á
þingfundi 24. júlí. í máli hans kemur fram, að í nefndinni hafa menn
rætt, hvaða „hagnaðarboð" mættu álítast „samgild kostnaði þeim og
rýrnun atvinnuvega" íslendinga, sem af slíkri erlendri átvinnustarf-
semi hérlendis leiddi. Ekki er ólíklegt, að þeir nefndarmenn, sem
andstæðastir voru samningum við Frakka, hafi litið svo á, að þvílík
„hagnaðarboð" væru óhugsandi og þess vegna látið sig hafa að skrifa
undir. Aðrir hafa talið sig vera að ryðja braut fyrir hugsanlega samn-
inga við Frakka.
Við fyrri umræðu málsins þann 24. júlí var flutt 21 ræða, og tóku 12
þingmenn til máls. Hér verður fátt rakið úr umræðum, en aðeins
drepið á nokkur helstu atriðin, sem þar komu fram.
Nokkrir þingmenn bentu á, að með nefndarálitinu og meðfylgjandi
tillögu væri í raun verið að gefa Frökkum alvarlega undir fótinn og
andmæltu því harðlega niðurstöðum nefndarinnar. Fyrstur reið á
vaðið Guðmundur Brandsson, útvegsbóndi í Landakoti á Vatns-
leysuströnd, en hann var þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Guðmundur sagði m.a.:
Mér virðist ekkert ólíklegt, að Frakkar gætu gengið að ein-
hverjum þessum skilyrðum, t.a.m. að leyfa íslendingum að
flytja fisk sinn tolllausan inn í Frakkland, en oss mundi lítið