Saga - 1987, Side 151
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
149
gagn að því tollfrelsi, þegar Frakkar væru búnir að draga allan
aflann úr höndum vorum og við hefðum engan fiskinn að
flytja til þeirra. Það hefur verið gert ráð fyrir, að allt að 10.000
Frakkar yrðu settir á land í Dýrafirði og þykir mér öll líkindi til,
að þeir verði fleiri, þegar fram líða stundir og þeir ná meiri fót-
festu. Er þá auðséð, að þeir með þessu geta dregið sjávarafl-
ann að miklu eður öllu úr höndum vorum, einkum þar líka má
ráð fyrir gera, að þeir á fleiri stöðum landsins vildu ná fótfestu,
og verðum vér þá á endanum lítið annað en púlsmenn Frakka.
Guðmundur í Landakoti vitnaði líka í fræg orð Einars Þveræings,
ei Ólafur helgi Noregskonungur falaði Grímsey. Hann kvaðst vilja
ganga hreint til verks og leggja til, að niður falli í fyrsta lið tillögunnar
°gðin „yfir höfuð og skilyrðislaust", svo að andstaðan við breytingu á
lögum um bann við fiskverkun erlendra þjóða hér verði alveg skýr.
Oðrum lið tillögunnar lagði Guðmundur til að yrði breytt á þann veg,
að ekki yrði aðeins farið fram á, að álits alþingis skyldi leitað, ef erlend
nki færu fram á aðstöðu til fiskverkunar hér, heldur gerði þingið þá
kröfu, að danska stjórnin samþykkti engar slíkar heimildir, nema
alþingi hefði áður veitt samþykki sitt. Úr þriðja lið tillögunnar vildi
Guðmundur fella niður orðin „að svo komnu" og gera þannig skýrari
neitunina við beiðni Frakka um Dýrafjörð.
Alls talaði Guðmundur Brandsson þrisvar við hina fyrri umræðu
málsins og lagði jafnan áherslu á, að alþingi ætti að taka skýra afstöðu
°g hafna með öllu tilmælum Frakka. Þess má geta, að Guðmundur
Brandsson var kvæntur bróðurdóttur Þorleifs Repp.
Þeir Magnús Andrésson, bóndi í Syðra-Langholti, þingmaður Ár-
nesinga, Páll Sigurðsson, bóndi í Árkvörn, þingmaður Rangæinga,
°8 Jón Sigurðsson, bóndi í Tandraseli, þingmaður Mýramanna,
gagnrýndu allir harðlega álit nefndarinnar og tillögu við fyrri
umræðu.
Magnús Andrésson ræddi m.a. um þau skilyrði, er fram komi í
uefndarálitinu, fyrir hugsanlegu samkomulagi við Frakka og sagði
um þau:
...og finnst mér þetta því ísjárverðara, sem einhver hin vold-
ugasta þjóð á hlutinn að, svo hún, þar sem henni er mikið um
að gera, getur gengið að hinum óaðgengilegustu skilmálum,
því hafi kisa fyrst komið inn höfðinu, þá kemst búkurinn brátt
inn á eftir, og ekki er að vita nema Frakkar, þegar þeir fyrst eru