Saga - 1987, Blaðsíða 153
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
151
Melsteð konungsfulltrúi, Pórður Jónassen háyfirdómari, sem var
konungkjörinn þingmaður, og séra Jón Kristjánsson í Ystafelli, þing-
maður Suður-Pingeyinga.
Páll Melsteð sagði, að danska stjórnin myndi vafalaust hér eftir leita
álits alþingis, ef hliðstæðar beiðnir bærust frá erlendum ríkjum. Hann
minnti á, að þau orð, sem þingmenn töluðu á alþingi, yrðu lesin víðar
en á íslandi og í Danmörku og hvatti til varhygðar og gætni. Bað hann
þingmenn haga svo orðum sínum, að „þau hvorki geri hinni dönsku
stjórn nokkra erfiðleika eða komi íslandi í vanda".
Þórður Jónassen kvaðst vænta þess, að „þar eð nú nefndin þannig
ekki hefur skilyrðislaust afstungið að gefa þessu máli áherslu", þá
Wuni því verða hreyft á ný af Frökkum við dönsku stjórnina. „Og er
þá ekki ólíklegt, að eitthvert samkomulag kunni að komast á milli
þeirra um málið", sagði Þórður. Slíkt hafa fleiri þingmenn ugglaust
ekki talið óhugsandi með tilliti til þess hvernig þingnefndin hagaði
orðum sínum.
Ásgeir Einarsson á Kollafjarðarnesi, þingmaður Strandamanna og
náinn félagi Jóns forseta, fór bil beggja í umræðunni. Hann tók undir
sumar breytingartillögur Guðmundar Brandssonar, en varaði jafn-
framt við því, að menn lokuðu leiðum til samninga við Frakka, „því í
þessu máli getur tíminn og kringumstæður breytt hugsunarstefnu
manna", sagði Ásgeir.
Af nefndarmönnunum fimm tóku aðeins tveir þátt í fyrri umræðu
um Dýrafjarðarmálið á alþingi, þeir Pétur Pétursson og Jón Guð-
naundsson.
Pétur Pétursson dómkirkjuprestur, sem var formaður og framsögu-
maður nefndarinnar, talaði þrisvar. Hann komst m.a. svo að orði, að
ekki gæti hann „kallað það að bera kápuna á báðum öxlum, þó menn
ekki brúki fruntatal um Frakka, einhverja hina kurteisustu þjóð í
heimi."
Jón Guðmundsson, ritstjóri Pjóðólfs, hafði barist hart gegn franskri
nýlendustofnun í blaði sínu og gert einarðlega grein fyrir viðhorfum
sinum í bréfum til Jóns Sigurðssonar, svo sem hér hefur komið fram.
hlú stóð hann að tillögu og nefndaráliti, þar sem kápan var snilldar-
^ega borin á báðum öxlum. Við fyrri umræðu málsins á alþingi hamr-
aði Jón Guðmundsson á því, að nefndarálitið fæli í sér beint afsvar við
málaleitun Frakka og sagði, að svo virtist sem sumir þingmenn teldu,
að ekki væri unnt að gefa skiljanlegt afsvar, nema með fúkyrðum og