Saga - 1987, Qupperneq 154
152
KJARTAN ÓLAFSSON
þjósti. Hann greip þó fegins hendi sumar þær breytingartillögur, sem
fram voru bornar, og kvaðst geta fallist á þær.
Innan nefndarinnar hefur Jón Guðmundsson teygt sig langt til
samkomulags. Niðurstaða nefndarinnar varð að vísu „nei" við beiðni
Frakka, en með stóru „en" fyrir aftan. í stjómmálum, eins og víðar,
getur slíkt svar verið skammt frá já-i. Pað hefur Jón Guðmundsson
vitað, þótt hann léti sem hann sæi bara nei-ið. Svo virðist sem hann
hafi við meðferð málsins í nefndinni kosið að slíðra vopnin fremur en
bera þau nær Jóni forseta en hann hafði þegar gert í Þjóðólfi. Máske
hafa þeir samið um þetta, áður en þinghaldið hófst.
Hitt kom fram við síðari umræðu á alþingi, að Jón Guðmundsson
taldi sig þess albúinn að draga vopnin aftur úr slíðrum og setja fram
ný skilyrði, ef Frakkar játuðu þeim kostum, sem um var rætt í
nefndarálitinu. Jón Guðmundsson vildi margt vinna til samkomulags
við Jón Sigurðsson, en hraktist fyrir bragðið úr traustri vígstöðu út á
ís, sem var bæði háll og veikur.
Vilhjálmur Finsen vildi svara með vafningalausri neitun.
Fái Frakkar leyfið koma aðrar þjóðir á eftir
Síðari umræða um Dýrafjarðarmálið fór fram á alþingi 28. júlí 1857.
Við þá umræðu sagði Jón Guðmundsson um skilyrði nefndarinnar,
sem hér hafa verið kölluð gagntilboð til Frakka (sjá hér bls. 147), að
nefndin hafi ekki sett þau fram „í því skyni að henni þættu þau nóg"
og ekki með það í huga, „að vér gengjum að þeim eintómum", heldur
„svona til dæmis og aðeins til bendingar fyrir stjómina og útlendar
þjóðir, til þess að gefa í skyn, að þau væru meðal þeirra skilyrða, sem
vér kynnum að fallast á."
Við síðari umræðu tóku átta þingmenn til máls og fluttu samtals
ellefu ræður, svo að alls urðu ræðumar við báðar umræður á alþingi
32, auk örstuttra athugasemda. Fátt nýtt kom þó fram við síðari
umræðu, nema hvað Vilhjálmur Finsen, land- og bæjarfógeti í
Reykjavík, konungkjörinn þingmaður, flutti harða gagnrýni á niður-
stöður nefndarinnar. Vilhjálmur, sem síðar var lengi hæstaréttar-
dómari í Kaupmannahöfn, hafði ekki talað við fyrri umræðuna.
Vilhjálmur Finsen kvaðst telja málefni það, sem hér væri til
umræðu, „það vandasamasta og verulegasta", sem nokkm sinni