Saga - 1987, Síða 155
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
153
hefði verið lagt fyrir alþingi. Taldi hann einboðið að svara fyrirspurn
dönsku stjórnarinnar með vafningalausri neitun. Vilhjálmur lýsti yfir
því, að hann gæti aðeins stutt fyrsta lið í tillögu nefndarinnar, en þó
þannig, að þar yrði sleppt orðunum „yfir höfuð og skilyrðislaust".
Vilhjálmur sagði Frakka hafa sýnt íslendingum margvíslega velvild
og áhuga og bætti við:
En ég álít, að einmitt vegna þessa bróðurlega hugarfars, þá
eigum vér að fara að eins og vandaður maður fer með vin sinn
í daglegu lífi. Ef hann biður mann um eitthvað, sem maður
getur ekki gert fyrir hann, þá gefur maður honum ekki
óákveðið svar, maður vekur ei hjá honum tælandi von, sem
maður ætlar aldrei að uppfylla, heldur segir maður honum
strax einlæglega og með hreinum orðum, að maður geti ekki
gert það, að það sé ómögulegt... Slíkt beinlínis svar finnst mér
nú ekki vera í uppástungunni.
Vilhjálmur lagði áherslu á, að fengju Frakkar umbeðið leyfi, kæmu
aðrar þjóðir á eftir og ekki yrði þá unnt að neita þeim. Hann vakti líka
athygli á því, að t.d. gætu Englendingar vafalaust samþykkt sam-
stundis helsta skilyrði nefndarinnar, er varði jafnrétti til verslunar.
Vilhjálmur lýsti ótæka þá tillögu nefndarinnar, að neita beiðni Frakka
eingöngu „eins og hún nú liggur fyrir" og kvaðst vilja, að þau orð
féllu brott. Skoðun sína á þessu skýrði Vilhjálmur nánar og sagði:
Þetta er sama og að segja, „ef þið komið með það aftur í öðru
formi, þá skulum við leyfa það". Það er ekki rétt að vekja
þannig von, sem vér getum ei uppfyllt, þrátt fyrir allt vinalegt
og bróðurlegt hugarfar. Vér getum það ekki, af því það snertir
heilög réttindi vor... Ég álít hreinlegast að segja með berum
orðum, að þingið ráði frá því, að lögunum sé breytt en minnist
á engar undanþágur.
Tillaga nefndarinnar samþykkt. Breytingartillaga
Vilhjálms felld með ellefu atkvæðum gegn níu
Frá umræðunum á alþingi verður ekki sagt nánar hér. Við atkvæða-
greiðslu, sem fram fór að lokinni síðari umræðu, var tillaga nefndar-
innar (sjá hér bls. 146-147) samþykkt með svolitlum breytingum, sem
þeir Guðmundur Brandsson og Ásgeir Einarsson höfðu orðið sam-
mála um að leggja til.