Saga - 1987, Síða 157
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
155
ur fyrir", það er beiðni Frakka, og þessi orð samþykkt með 17 atkvæð-
um gegn fimm. Loks var samþykkt með 19 atkvæðum gegn þremur
viðaukatillaga frá séra Eiríki Kúld, þingmanni Snæfellinga, að þingið
biðji konung að láta hafa nákvæmt eftirlit með því, að erlend veiði-
skip fiski hér ekki nær landi en lög leyfa.
Þann 31. júlí 1857 undirrituðu Jón Sigurðsson forseti og Pétur Pét-
ursson, er verið hafði formaður þingnefndarinnar, álitsgerð alþingis
til konungs. Álitsgerðin er prentuð í Alþingistíðindunum. Hún er að
flestu leyti samhljóða nefndarálitinu, sem kynnt var á þingfundi 24.
júlí, og tillagan, sem samþykkt var á alþingi 28. júlí, er birt orðrétt í
álitsgerðinni. í þessu plaggi, sem sent var konungi, er hins vegar tek-
ið fram, að þingið sjái sér ekki fært nú þegar „að tiltaka alla þá skil-
mála, sem slíkt leyfi yrði að vera bundið". Með þessu er áskilinn rétt-
ur til að setja fram ný skilyrði, ef svo bæri undir, eins og Jón Guð-
mundsson og Pétur Pétursson, framsögumaður þingnefndarinnar,
höfðu báðir talað um við síðari umræðu málsins. Engin slík setning
hafði hins vegar verið í nefndarálitinu, og má segja, að með þessu
hafi verið komið svolítið til móts við hörðustu gagnrýnendur nefnd-
arálitsins.
Þannig var þá afgreiðsla alþingis á Dýrafjarðarmálinu sumarið
1857, og má víst með sanni segja, að þó beiðni Frakka væri svarað
neitandi, „eins og hún lá fyrir", var öllum dyrum samt haldið opnum.
Álitsgerð alþingis hafa Frakkar vart getað skilið á annan veg en þann,
að verið væri að bjóða upp á samninga um Dýrafjörð, gegn því að þeir
felldu niður innflutningstoll á íslenskum fiski. Hitt er svo annað mál,
að þeir, sem að ályktun alþingis stóðu, voru engan veginn á einu máli
um upp á hvaða býti semjandi væri við Frakka. Mikill ágreiningur var
því vís hefðu Frakkar svarað með „hagnaðarboði" og talið sér henta
að sníða slíkt boð að álitsgerð alþingis.
Þingmaður ísfirðinga þagði en réð samt málalyktum
Mörg ummæli, sem féllu við umræðurnar á alþingi um Dýrafjarðar-
mál, eru athyglisverð. Merkilegri er þó máske sú staðreynd, að þing
maður ísfirðinga, fulltrúi þess kjördæmis, sem Frakkar seildust eftir
fótfestu í, þagði sem fastast undir hinum löngu umræðum. Þó að