Saga - 1987, Page 159
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
157
Það væri líklegt, að Alþing hefði nú upp kröfur sínar í sumar
til þess menn vissu, hvað við vildum, ef Danmörk færi bráðum
á hausinn. Annars verður okkur skipt upp til Frakka eða Belga
eða einhvers fjandans... Þið eruð nú líklega að sjá Ólaf Gunn-
laugsson og Frakka. Djúnkovsky fór héðan í dag til Noregs.
Segðu mér, ef þú getur eða nennir, sem nákvæmast frá ferðum
þeirra... Þeim er alvara að predika páfatrúna, og kannski
ýmislegt annað að gera. En hér er undir því komið, að við
séum með forsjálni vakandi og kunnugir því, er fram fer. Þá
getur enginn gert okkur neitt. Annars er ég hræddur um við
höfum lítið gagn af þessu fyrr en seint og síðar meir en við
gætum haft það strax.1
Hér skal þess getið, að vorið 1857 stóð til, að þeir Djunkovsky,
umboðsmaður páfa, og Ólafur Gunnlaugsson, sem áður hafa komið
hér við sögu, ferðuðust til íslands í trúboðserindum. Ekki varð af
þeirri ferð, en margir litu svo á, að hún væri hugsuð sem liður í við-
leitni Frakka til að efla ítök sín á íslandi. (Sjá bréf Þorleifs Repp á bls.
107 hér að framan.)
Þegar Jón Sigurðsson segir í bréfinu til Gísla, að íslendingar gætu
strax haft gagn af trúboðsáhuga franskra kaþólikka, þá getur skýring-
m vart verið önnur en sú, að hann vilji nýta trúboðsáhuga franskra
stjórnvalda til samninga um tollfrelsi fyrir íslenskan fisk. Skrifin í Nýj-
um félagsritum 1855 og fleira, sem hér hefur verið rakið, sýnir glöggt
hversu miklu Jón taldi það varða, að innflutningstollur á fiski frá ís-
landi yrði afnuminn í Frakklandi og hagstæð viðskiptatengsl við
Frakka kæmust á. Á móti slíkum ávinning gat Jón Sigurðsson hugsað
sér, að Frökkum yrði látin í té aðstaða til fiskverkunar í Dýrafirði og
heimild til að boða íslendingum kaþólska trú án verulegra tálmana.
Jón Sigurðsson var ánægður með niðurstöður alþingis í Dýrafjarð-
armálinu árið 1857. Tvennt má enn nefna því til sönnunar. í bréfi,
sem Jón skrifaði Þorgeiri presti Guðmundssyni í Nysted í Danmörku
fáum vikum eftir þingslit, kemst hann svo að orði:
De Franske fik en fin Næse, i det Althinget erklærede, at det
ikke kunde gaae ind paa det kejserlige Projekt som det fore-
laae, men antydede, at hvis Frankrig afskaffede sine Præmie-
1 Bréf ]óns Sigurðssonar, úrval, Rvík 1911. Bréf Jóns 14.5. 1857 til Gísla Hjálmarsson-
ar.