Saga - 1987, Page 160
158
KJARTAN ÓLAFSSON
love og Differentialtold paa fremmed Fisk, kunde man tales
ved.1
Meiningin í þessum orðum Jóns er:
Frá Alþingi fengu Frakkar ágæta áminningu. Þingið lýsti yfir,
að það gæti ekki fallist á uppástungu keisarastjórnarinnar eins
og hún lá fyrir, en benti jafnframt á, að afnæmi franska stjórn-
in ríkisstyrki til sjávarútvegs og ójafnaðartoll á fiski frá öðrum
ríkjum, þá væri hægt að taka upp viðræður.
í Nýjum félagsritum árið eftir fjallaði Jón svo um afgreiðslu alþingis á
Dýrafjarðarmálinu og kveðst ætla, að ekki hafi annað mál verið „yfir
höfuð að taka betur af hendi leyst af þingsins hálfu."2
Þær heimildir, sem varðveist hafa, nægja til þess að sýna, að Jón
Sigurðsson hefur vel getað hugsað sér, að Frakkar fengju heimild til
fiskþurrkunar í Dýrafirði og að þar risi frönsk nýlenda. Fyrir þessu
vildi hann þó setja ákveðin skilyrði, svo sem fram hefur komið.
Hvað vakti fyrir Jóni Sigurðssyni?
Átök tollverndarsinna og fríverslunarmanna í Frakklandi
í því, sem hér hefur verið ritað, hafa komið fram helstu rök andstæð-
inga franskrar nýlendustofnunar í Dýrafirði, enda blasa þau viða við
í heimildum. Frá Jóni Sigurðssyni er hins vegar ekki til greinargerð
fyrir afstöðu hans. Flér verður ekki gerð tilraun til að leggja Jóni Sig-
urðssyni til svörin fyrst hann kaus sjálfur að þegja bæði á alþingi og í
Nýjum félagsritum. Nokkur atriði má hins vegar benda á, sem líklegt
er, að átt hafi þátt í að móta viðhorf Jóns í Dýrafjarðarmálinu.
1. Jón Sigurðsson var kappsfullur baráttumaður fyrir frelsi í verslun
og viðskiptum. Barátta hans fyrir frelsi íslendinga til viðskipta við
allar þjóðir tengdist trú hans á gagnsemi frjálsra viðskipta
almennt.
2. Jón gerir sér vonir um verslunarhagnað íslendingum til handa af
viðskiptum við Frakka og horfir fyrst og fremst á þá hlið málsins.
3. Jón Sigurðsson telur það verulegan stjórnarfarslegan ávinning fyr-
1 Bréf ]éms Sigurðssonar, úrval, Rvík 1911. Bréf Jóns 26.9. 1857 til Þorgeirs Guðmunds-
sonar.
2 Ný félagsrit 18. árg. 1858, bls. 109.