Saga - 1987, Síða 162
160
KJARTAN ÓLAFSSON
tollastefnu og ríkisstyrkjum til sjávarútvegsins eða gera þar verulega
breytingu á. Af þessu hefur Jón Sigurðsson haft veður.
Norski kaupmaðurinn, sem skrifaði í Nýfélagsrit 1856, og mælti þar
með, að Frökkum yrði veitt heimild til fiskverkunar í Dýrafirði, sagði
meðal annars í grein sinni, að í Frakklandi væru uppi óskir „hinna
vitrustu stjórnfræðinga" og margra af fylkisþingunum um að endur-
bæta tollalögin.1 Hann bætti síðan við:
Ynni verslunarfrelsið sigur á Frakklandi, þá mundi hinum
norðlægu fiskilöndum opnast vegur til heillrar gullnámu, því
Frakkar sjálfir geta aldrei staðið þeim á sporði, þegar tollur á
útlendum fiski yrði lækkaður og verðlaun þau, sem frakknesk-
ir fiskimenn fá nú yrðu af tekin.
Það eru væntingar af þessu tagi, sem telja verður langtum líklegri
til að hafa haft áhrif á afstöðu Jóns Sigurðssonar heldur en ráðabrugg
um að setja Frökkum einhver þau skilyrði, sem þeir gætu nú alveg
örugglega ekki gengið að.
Jón Sigurðsson fylgdist vel með evrópskum stjórnmálum og það
var víðar en í Nýjum félagsritum, sem árið 1856 var sagt frá átökum í
París milli þeirra, er halda vildu í verndartollana og ríkisstyrkina og
hinna, sem greiða vildu götu fríverslunar. Daginn eftir að íslendingar
í Kaupmannahöfn ræddu Dýrafjarðarmálið á fundi í september 1856,
birtist frétt frá París í þýska blaðinu Allgemeine Zeitung, sem gefið var
út í Augsburg. Þar er greint allítarlega frá deilu innan frönsku ríkis-
stjórnarinnar milli tollverndarsinna og fríverslunarmanna. í fréttinni
sagði:
Deilan milli tollverndarsinna og fríverslunarmanna er í fullum
gangi innan frönsku ríkisstjórnarinnar. Hún er háð af allri
þeirri heift, sem menn þekkja frá öðrum löndum, er þar var
tekist á um þá andstæðu hagSmuni, sem jafnan liggja að baki
þess konar deilum. Viðskiptaráðherrann, Rouher, berst fyrir
umbótum í anda frjálsræðis en innanríkisráðherrann, herra
Villault, er harður tollverndarsinni.2
í fréttinni segir síðan, að innanríkisráðherrann hafi verið fjarver-
andi frá París í nokkra daga án heimildar og sé þetta nú notað mjög
1 Ný félagsrit 16. árg. 1856, bls. 121.
2 Allgemeine Zeitung, Augsburg, 17.9. 1856.