Saga - 1987, Page 164
162
KJARTAN ÓLAFSSON
það.1 Þessa tillögu samþykkti Friðrik konungur VII. með undirskrift
sinni þann 27. maí 1859.2
Árið 1861 rifjaði Jón Sigurðsson upp í Nýjum félagsritum afgreiðslu
alþingis á Dýrafjarðarmálinu sumarið 1857. Hann bætti síðan við
þessum orðum:
Eftir það féll málið niður að svo komnu, því Frakkar gátu ekki
um sinn breytt fiskilögum sínum, sem þá voru, og áttu að
standa til júnímánaðar í ár (1861). En þegar nú sá tími er
kominn, að lögin eru ekki lengur gild og þarf að endurnýja
þau á ný, þá er að sjá, hvort nokkur breyting verður gjörð á
þeim eða ekki. Ef að Frakkar tæki af verðlaun og ójafnaðartoll
og færi að kaupa fisk af oss sjálfum, eins og aðrar þjóðir, þá
væri miklum steini úr vegi rutt og oss opnaður að öllum líkind-
um greiður vegur til verslunar og viðskipta við Frakka.3
Þessi ummæli Jóns Sigurðssonar sýna, að fjórum árum eftir af-
greiðslu Dýrafjarðarmálsins á alþingi, hefur hann enn verið að gera
sér vonir um samninga við Frakka. Tveimur árum þar á eftir, sumarið
1863, virðist hins vegar sem Jón sé búinn að gefa Frakka upp á bátinn,
en þá minnist hann enn á Dýrafjarðarmálið í blaðagrein, sem birtist í
Christiania Intelligenssedler þann 22. júlí.4
Harðasta deilan um djúpstætt ágreiningsefni
á öllum ferli Jóns Sigurðssonar
í þessari ritgerð minni, og hinni fyrri um sama efni í Sögu 1986, hefur
fyrst og fremst verið leitast við að kynna gang Dýrafjarðarmálsins og
þau ólíku viðhorf til beiðni Frakka, sem heimildir sýna ótvírætt, að
uppi voru. Hin hörðu átök um Dýrafjarðarmálið eru veigameiri þáttur
1 Þjskjs. Skjs. ísl. stjórnard. í Khöfn: Isl. journal 10, nr. 1615. Uppkast að tillögu til
konungs, dags. 25.5. 1859 „angaaende Althingets Betænkning om fremmede
Adgang til at oprætte Fisketilvirkningsetablissementer í Island."
2 Sama heimild. (Ráðherrann, Simony, ritar á uppkastið, að konungur hafi samþykkt
27.5.)
3 Ný félagsrit 21. árg. 1861, bls. 60-62.
4 Jón Sigurðsson: Blaðagreinar II, Rvík 1962, bls. 81.