Saga - 1987, Page 165
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
163
1 stjórnmálasögu íslendinga á 19. öld en svo, að gleymskan ein hæfi.
Að mörgu leyti eiga sviptingar þær, sem um þetta mál urðu, meira
skylt við stjórnmálaátök hérlendis á síðari hluta 20. aldar heldur en
við hefðbundna 19. aldar pólitík. í átökunum um Dýrafjarðarmálið
skipuðust menn í fylkingar eftir því, hvort þeir trúðu á blessun eða
bölvun þess að hleypa erlendu fjármagni í stórum stíl inn í landið.
Agreiningur manna snerist einnig um það, hverju fórnandi væri fyrir
tollfríðindi á erlendum mörkuðum og hvort rétta mætti hinu erlenda
stórveldi litla fingurinn án þess höndin öll kæmist í hættu. Allt minn-
lr þetta mjög á heitustu stjórnmáladeilur lýðveldistímans, sem mörg
°kkar þekkja af eigin raun.
Jón Sigurðsson háði marga hildi um dagana á vettvangi stjórnmál-
anna og sat ekki ætíð á friðarstóli í hópi landa, svo sem kunnugt er.
Aandfundið mun þó það deilumál frá liðinni öld, sem valdið hafi jafn
djúpstæðum og alvarlegum innbyrðis ágreiningi milli Jóns og margra
samherja hans í sjálfstæðisbáráttunni eins og Dýrafjarðarmálið. Deil-
ur um leiðir í erfiðri glímu við fjárkláðann gátu að vísu orðið eldfimar
1 bændasamfélaginu og hitað mörgum í hamsi um sinn. Slíkt leið þó
hjá. Dýrafjarðarmálið var annars eðlis. Par risu hinar stóru og sígildu
spurningar um sjálfstæðisviðleitni smárrar þjóðar frammi fyrir ásælni
erlends valds. Vafalaust hafa fleiri en hér voru nefndir rifjað upp frá-
sogn Snorra af atburðum forðum tíð, þegar Ólafur konungur Har-
aldsson bað íslendinga um Grímsey og minnst ólíkra svara þeirra
bræðra, Guðmundar ríka á Möðruvöllum og Einars, sem kenndur var
við Þverá.
í ísafjarðarsýslu átti Jón Sigurðsson löngum marga dugandi sam-
^erja í átökunum við Dani. í Dýrafjarðarmálinu gerðu ísfirðingar
uppreisn gegn stefnu Jóns Sigurðssonar. Það sýnir hinn harði tónn í
bænarskrá ísfirðinga gegn nýlendustofnun Frakka, svo og fjöldi
þeirra, sem bænarskrána undirrituðu. Hér skal því hiklaust haldið
bam, að á öllum stjórnmálaferli sínum hafi Jón Sigurðsson aldrei
endranær átt svo harðsnúinni andstöðu að mæta meðal ísfirðinga,
þegar djúpstæð pólitísk ágreiningsefni voru á dagskrá.
Ekki þarf því að koma á óvart, þó að Jón Sigurðsson hafi haustið
1857 verið dálítið uggandi um traust kjósenda í ísafjarðarsýslu á sér.
E*ennan ugg hefur hann líka látið uppi í bréfi, er hann ritaði trúnaðar-
^anni sínum, Magnúsi bónda á Hvilft í Önundarfirði, þann 30. sept-