Saga - 1987, Page 172
170
SIGURÐUR PÉTURSSON
haustið voru aðeins tveir bátar á sjó frá ísafirði og næsta vetur aðeins
þrír.1 Hér höfðu orðið mikil umskipti á tveimur árum. Á ísafirði
byggðist allt atvinnulíf á sjávarútvegi, og nú var útgerðin að leggjast
niður.
Samkvæmt fiskiskýrslum fækkaði fiskiskipum stærri en 12 tonn á
ísafirði úr 22 árið 1926 í 14 árið 1928.2 Hins vegar fækkaði bátum stærri
en 20 tonn úr 18 í átta á sama tíma. Fækkunin var því algerlega bund-
in við stærri bátana og því enn tilfinnanlegri. Þorskafli bátanna var
sem hér segir þessi þrjú ár: 1926: 4217 tonn, 1927: 1707 tonn, 1928:
2243 tonn. Verðmæti þess afla sem lagður var á land á ísafirði minnk-
aði um helming.
Allir helstu útgerðarmennirnir seldu báta sína þessi ár. Flestir bát-
anna hurfu úr bænum ásamt mörgum bestu skipstjórunum. Af 18
bátum stærri en 20 tonn, sem skráðir voru á ísafirði árið 1926, var að-
eins einn í höndum sama aðila tveim árum síðar. F>að var Gylfi
Jóhanns Þorsteinssonar, sem þó hafði verið auglýstur til sölu af
íslandsbanka í janúar 1927.
í auglýsingunni sem birtist í Vesturlandi 20. janúar 1927 voru 11
„vélskip" boðin til sölu af útibúi íslandsbanka á ísafirði.3 Sjö bátanna
voru frá ísafirði, en hinir frá Hnífsdal. Jóhann Þorsteinsson átti fjóra
báta frá ísafirði, en Jóhann J. Eyfirðingur þrjá. Þeir höfðu hætt rekstri
sínum um nýliðin áramót, ásamt Hinum sameinuðu íslensku versl-
unum, sem ráku mikla fiskverkun í Neðstakaupstaðnum á ísafirði.4
Þetta voru stærstu atvinnurekendurnir á staðnum. Auk þessa voru
enn fleiri bátar fluttir burt úr byggðarlaginu og nokkrir sem skiptu um
eigendur. Þetta voru alvarleg tíðindi, og óttuðust menn stórfellt
atvinnuleysi og fólksflótta. Um haustið hætti svo Magnús Thorberg
útgerð sinni, en hann átti þá fjóra báta. Tveir þeirra voru seldir úr
bænum.5
Þessum tíðindum fylgdi mikill titringur í stjórnmálum á ísafirði, en
þar var óvægin barátta um forystuna í bæjarstjórninni. Upp úr þeirri
umræðu og því ástandi sem skapaðist í atvinnumálunum kom hug-
1 Fiskiskýrslur 1927, 6; 1928, 6-7.
2 Fiskiskýrslur 1926, 6 og 17; 1927, 6 og 17; 1928, 6-7 og 17.
3 Vesturland, 20. janúar 1927.
4 Vesturland, 12. janúar 1927.
5 Fiskiskýrslur 1927, 6.